Femínista-nasisti og öfgamenning RÚV

Í einni rapplínu Reykjavíkurdætra í sjónvarpsatriði hjá Gísla Marteini segir ,,ég er femínista-nasisti." Nokkur umræða er um atriðið sem sýnir konur í hlutverki gerenda í kynferðislegum yfirgangi. Þekktur femínisti segir á fésbók: ,,Þetta Reykjavíkurdætra/Ágústu mál er afhjúpun á því hvað stúlkur/konur fá mikið minna pláss til athafna en strákar/karlar."

Annar yfirlýstur femínisti vitar í rapplínur frá karli þar sem konum er lýst á niðrandi hátt og spyr hvers vegna ekki var gert veður út af því.

Báðir þessir femínistar réttlæta öfgar með því að benda á aðrar ekki síðri. Femínista-nasisma atriðið er þá svar við öfgum í karlamenningu sem fyrirlítur konur.

Jafnréttissinnar, þ.e. þeir sem vilja jafnrétti kynjanna byggt á gagnkvæmri virðingu, geta ekki annað en bent á að öfgar stuðla hvorki að málamiðlunum né jafnvægi. Eðli öfganna er að ala á hatri, andstyggð og skilningsleysi.

RÚV er sérstaklega næmt á öfgamenningu og lítur á það sem hlutverk sitt að útbreiða öfgaboðskap. Femínista-nasista atriðið er talandi dæmi um starfsháttu RÚV.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Öfgamenning eða úrkynjun? Siðferðisrofið á sér margar birtingarmyndir.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.2.2016 kl. 16:33

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er nokkur hætta á að þetta verði birt í sjónvarpsfréttum?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2016 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband