Móðursýki og stjórnarskrá

Ekki þarf að setja í stjórnarskrá lýðveldisins ákvæði um framsal ríkisvalds vegna alþjóðasamninga. Ekki stendur til að framselja ríkisvaldið og því er ákvæði um það óþarft.

Þá er vafasamt að hrófla við núverandi ákvæðum um þjóðareign á náttúruauðlindum, ekki síst ef slíkt ákvæði gæti leitt til einkaeignaréttar á almannagæðum, samanber athugasemdir Skúla Magnússonar.

Yfirstandandi umræða um breytingar á stjórnarskrá hófst með hruninu 2008 án þess að nokkurt orsakasamhengi sé þar á milli. Móðursýki er ekki heppileg hvöt fyrir stjórnarskrárbreytingar.


mbl.is Falleinkunn stjórnarskrárnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það gæti svo sem vel komið til að einhver einhvern tíma vildi hafa heimild til þess að framselja ríkisvaldið vegna alþjóðasamninga og/eða einkasamninga og í óþökk landsmanna. 
Góður varnagli er því að hafa það í stjórnarskrá að slíkt sé óheimilt.

Kolbrún Hilmars, 24.2.2016 kl. 16:48

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir orð þín hér, Páll, og einnig Kolbrúnar, sem vill gulltryggja þetta dýrmæta mál: varðveizlu sjálfstæðis okkar og fullveldis.

Svo er allsendis fráleitt og hættulegt fyrir smáþjóð eins og okkar, með innan við kvartmilljón manns á kjörskrá til þingkosninga, að gefa nokkurn tímann færi á því, að til fullveldisframsals geti nægt einfaldur meirihluti greiddra atkvæða í löggjafarþinginu og/eða einfaldur meirihluti greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norðmenn eru þó með ákvæði um stóraukinn meirihluta til slíks í Stórþinginu.

Ofurveldi rúmlega 500 milljón manna stórveldis fjárhagslega, til auglýsinga og áróðurs, hefur áður sýnt sig gagnvart margfalt stærri þjóðum en okkar, t.d. Svíum og Tékkum, þegar þar var kosið um inngöngu. 

Mörg okkar horfa stundum til baka til 13. aldar og ímynda sér ofurveldi norska konungsríkisins í samanburði við íslenzka þjóðveldið. En íbúafjöldi Noregs var ekki nema um 3½ sinnum meiri en Íslands þá. Nú er hins vegar Evrópusambandið með um 1550 sinnum fleiri íbúa heldur en litla lýðveldið Ísland!

Af þessu mega menn marka, í hvlíkri hættu við getum verið stödd, ef hér eru ekki styrktar okkar fullveldisvarnir fremur en veiktar, eins og Skúli Magnússon og Ragnhildur Helgadóttir þó vilja í óforsjálni sinni.

Og vegna þessa gríðarlega afls- og aðstöðumunar ættum við Íslendingar að horfa með þeim mun meiri gagnrýni, ef ekki þykkju og andstöðu, á hvern þann landa okkar sem getur hugsað sér að leggja því lið, að landið verði innlimað í evrópska stórveldið eða hvaða stórveldi sem er. Og sannarlega eiga slíkir einstaklingar aldrei erindi á forsetastól þessa lýðveldis.

Jón Valur Jensson, 24.2.2016 kl. 17:12

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi niðurstaða er auðvitað fyrst og fremst og fremst falleinkunn fyrir þá sem vildu nota tækifærið og grafa undan fullveldi Íslands. Um leið er það áhyggjuefni að starfandi dómari skuli haga sér eins og honum sé ekki kunnugt um að slíkt athæfi sé bannað með lögum.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2016 kl. 18:02

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Ekki stendur til að framselja ríkisvaldið."  Jú, strax á lýðveldisárinu var byrjað á að "framselja valdheimildir til alþjóðastofnana", fyrst til Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, síðan til Sameinuðu þjóðanna, alþjóða dómstólsins í Haag, NATO, EFTA, Alþjóða siglingamálastofnunarinnar, Mannréttindadómstólsins í Strassborg, EFTA-dómstólsins, ESB í gegnum EES samninginn, og með aðild að fjölmörgum alþjóðasáttmálum, eins og Alþjóða hafréttarsáttmálanum, Mannréttindasáttmála Sþ, Mannréttindasáttmála Evrópu, Árósasamnningsins o. s. frv. 

Allt hefur þetta verið gert án þess að stafur hafi verið um það sérstaklega í núvernadi stjórnarskrá, enda urðu lögspakir menn ósammála 1993 um EES-samninginn, sem hefði þurft að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu ef stjórnarskrárákvæði í frumvarpi stjórnlagaráðs hefði verið í gildi.

Ómar Ragnarsson, 24.2.2016 kl. 20:27

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvers vegna hefur þá enginn véfengt aðild Íslands að þessum alþjóðlegu stofnunum, fyrst hún er án tilskilinnar lagaheimildar?

Ath. varðandi EFTA-dómstólinn sérstaklega, þá er það helber misskilningur að honum hafi verið framselt dómsvald í íslenskri lögsögu. Ef svo væri þá værum við nú þegar laus við verðtryggingu af neytendalánunum sem EFTA-dómstóllinn taldi ekki standast neytendaverndarreglur EES. Hæstiréttur komst hinsvegar að öndverðri niðurstöðu og virti þannig ekki aðeins áliti EFTA-dómstólsins að vettugi heldur líka EES-samninginn sjálfan, og gerði með því íslenska ríkið bótaskylt fyrir lögbrot bankanna gegn íslenskum almenningi.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2016 kl. 21:10

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

EFTA-dómstóllinn kvað upp úrskurð varðandi EES-samninginn sem Íslendingar fögnuðu  og kom sá úrskurður meira að segja SDG á óvart. Ein röksemd dómsins Íslendingum í hag var meira að segja þannig, að í vörn Íslands var hún ekki nefnd.  

Ómar Ragnarsson, 24.2.2016 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband