Umræðan, fyrir dómi og í kommentakerfum

Á seinni árum gefa dómstólar ríkara svigrúm þjóðmálaumræðu. Hér áður gat minnsta kusk á æru orðið tilefni til málssóknar þar sem sækjandinn átti alla möguleika að fá bætur fyrir jafnvel varfærnar athugasemdir.

Gildisdómar, þar sem einhverjum finnst eitthvað, með vísun í rök eða staðreyndir, eru fyrirferðamestir í þjóðmálaumræðunni. Almennt viðurkenna dómstólar að gildisdómar eru hvorki refsiverðir né bótaskyldir.

Dómstólar veita þjóðmálaumræðu meiri vernd á sama tíma og kommentakerfin virðast ganga sér til húðar sem umræðuvettvangur.

Nafnlaus umræða, sem kommentakerfin bjóða oft upp á, skilar ekki þeim árangri, sem að var stefnt, að lýðræðisvæða umræðuna. Ábyrgð verður að fylgja aðild að umræðunni.

 


mbl.is Mikilvægt fyrir lýðræðislega umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband