Landakortið og vinstrahrunið 2013

Til að útskýra hrunið 2008 er helst leitað í rekstrarsögu fjármálastofnana og efnahagsstefnu stjórnvalda.

Til að útskýra vinstrahrunið 2013, þegar Samfylking og Vinstr grænir töpuðu meira fylgi stjórnarflokka en dæmi eru um í eftirstríðssögu Vestur-Evrópu, er nærtækast að líta á landakortið.

Vinstriflokkarnir ráku utanríkisstefnu, með ESB-umsókn sem hornstein, í þágu Reykjavík 101. Ríkisstjórnin 2009 til 2013 keyrði efnahagspólitík sem gekk út á að rukka landsbyggðina fyrir framkvæmdum í Reykjavík. Innanlandspólitík vinstrimanna var að etja saman í hanaslag landsbyggð og þéttbýli.

Forsætisráðherra veit hvað hann syngur í pólitík.


mbl.is Ísland stærra en Melarnir í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Öfugt við æðsta páfa í Samfylkingunni!                                    

Við vorum nú ekki einir í stjórn þegar hrunið varð 2008",útskýrir Össur í viðtali á úv/Sögu,eftir að hann hafði verið minntur á slaka frammistöðu Samfylkingarinnar í hrunstjórninni.-- Engu líkar en þeir hefðu aldrei komið nálægt þeirri stjórn.- Það dugar illa í pólitík að vera sífellt að hengja bakarana.......

Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2016 kl. 18:04

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nær væri að segja; VG og Samfó ráku efnahagsðólitík sem gekk út á að leggja landsbyggðina niður

Níels A. Ársælsson., 22.2.2016 kl. 18:24

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sammála Níels. Ekki spurningþ

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.2.2016 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband