Fimmtudagur, 18. febrúar 2016
Neikvæðir vextir og endalok peninga
Seðlabankar heims eru við það að setja neikvæða stýrivexti og sumir þegar komnir þangað, t.d. Svíar og Japanir. Tilgangurinn með neikvæðum stýrivöxtum er að fá viðskiptabanka til að lána peninga til hagkerfisins í stað þess að láta þá liggja hjá seðlabanka.
Gagnrýnendur segja að ástæðan fyrir því að bankar láni ekki sé sú að allof margar hindranir séu á efnahagslífinu. Það fái ekki að þróast samkvæmt markaðslögumálum vegna inngripa ríkisvaldsins, sem komi m.a. í veg fyrir gjaldþrot í nafni allsherjarhagsmuna. Það er stöðugt lengt í hengingarólinni með vafasömum fjármálatöfrum eins og peningaprentun. Á endanum þarf efnahagskerfið að hreinsa sig og afskrifa skuldir sem aldrei verða greiddar.
Einn vandi við neikvæða vexti er að þeir virka ekki að fullu þegar fólk getur tekið peninga út af bankareikningum sínum geymt heima - undir koddanum, ef ekki vill betur. Og fólk það mun fólk gera þegar viðskiptabankar bjóða ekki lengur vexti heldur taka gjald (með neikvæðum vöxtum) fyrir að geyma peninga fólks.
Lausn seðlabanka verður að afnema reiðufé. Gjaldmiðlar verða eingöngu til í rafrænu formi og seðlabankar geta hækkað og lækkað verðmæti þeirra í takt við efnahagslegar aðstæður. Seðlabankar eru á hinn bóginn ekki alvitrir og gera mistök. Þau mistök verða afdrifaríkari í hlutfalli við aukið vald þeirra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.