Mánudagur, 15. febrúar 2016
Sýrlandi verður skipt - eftir blóðugt stríð
Ekkert vopnahlé, sem stendur undir nafni, er líklegt í bráð í Sýrlandi. Stjórnarher Assads, með stuðningi Rússa, er við það að ná stærstu borg Sýrlands, Aleppo.
Kúrdar vinna með Assad og Rússum í Norður-Sýrlandi en með Bandaríkjunum í austri, þar sem Ríki íslams er með höfuðborg sína, Raqqa. Tyrkir, bandamenn Bandaríkjanna, mega ekki til þess hugsa að Kúrdar fái sjálfstætt ríki. Það myndi ógna fullveldi Tyrklands, sem er með stóra minnihluta Kúrda.
Líkur eru á að Sýrlandi verði skipt þegar þreyta kemst í stríðsaðila. En það verður bið á þeirri þreytu þar sem öflugustu ríkin i miðausturlöndum, ásamt Tyrkjum, þ.e. Sádi-Arabía og Íran, fjármagna og styðja stríðandi fylkingar.
Rússar og Bandaríkjamenn eru virkir þátttakendur með loftárásum. Þeir munu ekki láta sitt eftir liggja fyrr en gengið hefur verið á milli bols og höfuðs á Ríki íslam. Tyrkir munu á hinn bóginn sjá til þess að halda lífi í Ríki íslams á meðan sú hætta vofir yfir að Kúrdar fái sjálfstætt ríki.
Líkur á vopnahléi fara dvínandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mesti píringurinn hjá Tyrkjum er væntanlega sá að nú fer að lokast stærsta aðflutningsleiðin. Þar fara þúsundir olíu bíla frá olíulyndum Sýrlands á dag og megnið af öllum aðföngum til isis. Utanríkisráðherra Rússa sagði fyrir skömmu að þegar leiðunum inn í Tyrkland hafi verið lokað þá deyr ísis.
Snorri Hansson, 15.2.2016 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.