Sunnudagur, 14. febrúar 2016
Trump útskýrir sterka stöðu Pútín
Bandaríkin eru lömuð í utanríkispólitík. Trump útskýrði hvers vegna með athugasemd um Írak-stríðið: Bandaríkjaforseti laug um vopnaeign Saddam Hussein Íraksforseta til að réttlæta innrásina 2003, sem engu skilaði nema töpuðum mannslífum og sóun verðmæta.
Stríðið í Sýrlandi er bein afleiðing af Írak-innrásinni. Breski utanríkisráðherrann segir að Pútin Rússlandsforseti geti með einu símtali stöðvað stríðið í Sýrlandi. Obama Bandaríkjaforseti gæti legið í símanum til loka kjörtímabilsins án þess að breyta hætis hót stöðunni í Sýrlandi.
Pútín mun ekki binda endi á stríðið í Sýrlandi fyrr en hann er búinn að niðurlægja Bandaríkin í miðausturlöndum og knýja þetta stórveldi á brauðfótum til að gefa eftir í Úkraínu. Þar ætluðu Bandaríkin að koma upp leppstjórn í samvinnu við Evrópusambandið. Hrokinn frá 2003 ætlar seint að aflærast.
Bandaríkin eru lömuð út þetta ár í það minnsta. Utanríkispólitík verður rekin frá degi til dags á meðan kosningabaráttan stendur yfir. Á meðan fer Pútín sínu fram.
Harðar ásakanir gengu á víxl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel að orði komist Páll.
Jónatan Karlsson, 14.2.2016 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.