Laugardagur, 13. febrúar 2016
Fagleg umræða blaðamanna er brandari
Í nýjasta hefti Blaðamannsins, fagrits Blaðamannafélags Íslands, er ítarleg umfjöllun um siðareglur blaðamann sem eru 50 ára. í ritinu er rætt við Önnu Kristínu Pálsdóttur fréttamann RÚV.
Anna Kristín braut í blað í sögu íslenskra blaðamanna þegar hún stefndi bloggara fyrir að gagnrýna frétt sem hún samdi og flutti í RÚV. Engin dæmi eru um að blaðamenn stefni gagnrýnendum fyrir dómstóla í því skyni að þagga niður faglega umræðu. Skyldi ætla að Anna Kristín yrði spurð hvað henni gekk til með málhöfðun gegn bloggara, fyrst hún var á annað borð mætt í viðtal í fagriti blaðamanna.
En, nei, Anna Kristín var ekki spurð einnar spurningar um málshöfðun sem hún stóð fyrir til að takmarka tjáningarfrelsið í fjölmiðlaumræðu.
Inngangur viðtalsins við Önnu Kristínu er drepfyndinn enda dregur hann fram þvílíkur brandari fagleg umræða íslenska blaðamanna er í raun og sann. Inngangurinn hljómar svona (og þetta er ekki djók):
Samfélagsmiðlar eru tvímælalaust góð viðbót við hefðbundna fjölmiðlun. Þessir miðlar eru aldrei ógn að mínu mati, heldur frekar frábært tæki til að koma málum á framfæri, skapa umræðu og fylgjast með viðhorfi ólíkra notenda gagnvart málum og mönnum, segir Anna Kristín Pálsdóttir.
Vafamál er hvor á skilið meiri hluttekningu, ritstjórn Blaðamannsins eða Anna Kristin.
Athugasemdir
Páll. Ég skil yfirleitt ekkert í því, hvert takmark fjölmiðla er raunverulega á þessum tímum sem við lifum í dag.
Takmark opinberra fjölmiðla heimsins er greinilega ekki að upplýsa heiðarlegt alþýðufólk um óheflaðar og hárbeittar hættulegar staðreyndir heimsins.
Hver er tilgangur þeirra risa-Media-fyrirtækja, sem stjórna í dag allri fjölmiðla-dreifingu og blekkingar/skoðanakannana-mótandi skoðunum lýðsins?
Ekki veit ég hver tilgangur Media-mafíuofríkis-einokraranna flokksnýjungasinnuðu, bankaráns-hugleiðandi og ólýðræðislegu er í raun. Í upphafi skal endirinn skoða, og það ættu ofríkis-Media-auðvaldseinokunar-kúgararnir að velta fyrir sér. Ekkert er öruggt hér í jarðlífinu. Ekki einu sinni einkavina-Media-einokunarveldis-velferðin viðreisnarflokks-planaða.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.2.2016 kl. 00:52
Það hefði verið áhugavert að heyra Önnu Kristínu spjalla um þetta mál og það hefði verið ágætis hugmynd að fá síðuhafa í viðtal. Kannski gerist það einhvern tímann.
Wilhelm Emilsson, 14.2.2016 kl. 05:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.