Mótsögn Samfylkingar - valdakerfi Árna Páls

Mótsögn Samfylkingar er ađ flokkurinn var stofnađur til ađ verđa hinn turninn í íslenskum stjórnmálum - mótvćgi viđ Sjálfstćđisflokkinn - en flokksmenningin var hvorki á breiddina né dýptina heldur réđ ferđinni leitin ađ málinu eina, Stóra Samnefnaranum.

Fljótlega eftir stofnun Samfylkingar um aldamótin var máliđ eina ákveđiđ af fámennum hópi í forystu flokksins. Stóri Samnefnarinn skyldi vera Evrópusambandiđ.

Evrópustefna gat aldrei gert Samfylkinguna ađ hinum turninum, einfaldlega vegna ţess ađ saga og menning ţjóđarinnar var öndverđ ađild ađ Evrópusambandinu. Ţađ er ekkert séríslenskt viđ ţá andstöđu. Nágrannaţjóđir okkar, sem eru okkur náskyldar, Norđmenn og Fćreyingar, eru einarđar í andstöđu viđ ESB-ađild. Nágrannaţjóđ okkar í vestri, Grćnlendingar, sem eiga áţekka efnahagshagsmuni og viđ, eru eina ţjóđin sem gengiđ hefur úr Evrópusambandinu.

Evrópustefna Samfylkingar stefndi flokknum á jađar íslenskra stjórnmála. Í hruninu fékk flokkurinn óvćnt tćkifćri ađ verđa turn í íslenskum stjórnmálum. Tćp 30 prósent atkvćđa í kosningunum 2009 er alvöru fylgi.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur, sem Árni Páll sat í, hróflađi upp valdakerfi embćttismanna og háskólafólks sem átti ađ koma Íslandi í Evrópusambandiđ. Ţessi hópur tileinkađi sér viđhorfiđ ,,ónýta Ísland" sem gekk út á ţađ ađ allt vćri ómögulegt viđ land og ţjóđ. Nýja valdakerfiđ ćtlađi sér ađ breyta Íslandi í grundvallaratriđum. Ný stjórnarskrá skyldi stokka upp stjórnskipun landsins. Og auđvitađ átti ađ gera Ísland ađ ESB-ríki svo fljótt sem auđiđ vćri.

Stóri Samnefnarinn gat ađeins gilt fyrir fámennan og fylgislítinn flokk en ekki íslensku ţjóđina. Stóra Samnefnaranum fylgi hroki ţeirra sem telja sig vita betur en allir ađrir, vegna ţess ađ ţeir eru handhafar sannleikans.

Ţjóđin hafnađi Samfylkingunni og Stóra Samnefnaranum afgerandi í kosningum 2013. Flokkurinn fékk 12,9 prósent fylgi. Undir forystu Árna Páls hefur flokkurinn einbeitt sér ađ ţví ađ lćra ekkert af reynslunni. Enda hefur flokkurinn skroppiđ enn meira saman.

 


mbl.is Fari ekki inn í óbreytt valdakerfi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband