Fimmtudagur, 11. febrúar 2016
Góða fólkið á Akureyri fær á kjaftinn
Í Akureyrarbæ er fólk sem telur sig hafa umboð til að ákveða hvaða skoðanir fólk megi hafa. Barnakennarinn Snorri þótti ekki hafa réttar skoðanir og var rekinn.
Hæstiréttur gaf góða fólkinu hjá Akureyrarbæ á kjaftinn. Þótt ekki sé um að ræða beittustu hnífana í skúffunni skulum við vona að góða fólkið fái hugboð um merkingu hugtaksins tjáningarfrelsi.
Snorri hafði betur gegn Akureyrarbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er einkennileg lýsing á fólki sem vill ekki hlíta stjórnarskrárbundnum ákvæðum um skoðanafrelsi heldur ráða því hvaða skoðanir fólki sé leyfilegt að hafa, að kalla það "góða fólkið" í háðungarskyni í því skyni að stimpla það í raun sem "vonda fólkið."
Með slíkum lýsingum er verið að draga fólk í afar skýrt afmarkaða dilka eftir skoðunum þess, og flokka það í svart og hvítt.
Ómar Ragnarsson, 11.2.2016 kl. 19:59
Það var þegar búið að mála fólk svart og hvítt Ómar. Það gerðu þeir sem stóðu að uppsögn Snorra. Með því voru ákveðnar línur dregnar og gleðilegt að Hæstiréttur skuli hafa skorið á þá strengi.
Gunnar Heiðarsson, 11.2.2016 kl. 21:31
ÉG styð það að fávitar eiga að fá að sinna kennslu ef þeir gera það almennilega og standa sig í sínu starfi.
Skeggi Skaftason, 11.2.2016 kl. 22:52
Lögin gilda en ekki götudómar. Ekki braut þessi maður nein lög eða braut gegn neinum. Skil ekki fávitatalið Skaftason.
Elle_, 11.2.2016 kl. 23:48
Ertu nú einu sinni enn frávita Skeggi/Össur minn? Skldi þig betur ef verið væri að gera ykkur rangindi.
Helga Kristjánsdóttir, 12.2.2016 kl. 00:06
Össur hinn skeggjaði er bara í fúlu skapi, missir þá stjórn á sér.
Snorri er hins vegar faglega mjög góður kennari og betur upplýstur á sínum kennslusviðum en Össur um réttindi þjóðarinnar út á við, um 16.-19. grein stjórnarskrárinnar og um rétt og rangt í meðferð á innherjaupplýsingum fjármálastofnana.
Jón Valur Jensson, 12.2.2016 kl. 04:11
Fólk sem lifir í bókstaflegri trú á Biblíunni sem heilagan sannleik lifa í sjálfskipaðri fávísi.
Skeggi Skaftason, 12.2.2016 kl. 11:30
Þjóðin trúði lengstum á sannleikann í orðum Krists, þess sem Faðirinn sendi okkur, og tilskipaðra postula hans og varð ekki meint af, heldur efldist til margra góðra verka. Össur greyið trúði á útópíu Karls Marx, þjónaði henni m.a. sem ritstjóri Þjóðviljans, en illa brást hún, og á hvað trúir hann nú?
Jón Valur Jensson, 12.2.2016 kl. 12:10
Bókstafstrú Samfylkingarinnar á ESB hefur vissulega leikið hana grátt.
Ragnhildur Kolka, 12.2.2016 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.