Birgitta á ESB-núlli

Umboðslausa ESB-umsóknin frá 16. júlí 2009 náði aldrei flugi nema hjá ESB-sinnum sem ólu með sér von um að blekkja þjóðina inn í Evrópusambandið.

Birgitta Jónsdóttir var nytsamur sakleysingi sem vildi standa í þeirri trú að Ísland gæti kíkt í pokann í Brussel með ,,viðræðum". Ekkert slíkt er í boði hjá ESB. Þjóðir sækja um aðild til að ganga inn í sambandið og fara í aðlögunarferli.

Birgitta vildi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald á viðræðum sem engar voru. Núna fær Birgitta að heyra frá fyrstu hendi að ESB-málið stendur á núlli. Og þykir tíðindi.


mbl.is „Þráðurinn er rofinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Af hverju ætli Birgitta hafi ekki orðið hissa á þegar ákveðið var að hefja viðræðurnar ?

 hún var þáttakandi þá....

Birgir Örn Guðjónsson, 9.2.2016 kl. 18:21

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hún hefur heldur ekki skilið að ESB málið og Stjórnarskrármálið eru sama málið og að umsókninni var sjálfhætt þegar Feneyjanefnd gaf álit sitt á nýju drögunum 2013, þar sem m.a. Var sagt að ekki væri hægt að ganga í sambandið né opna kafla er varða framsal því of margir fyrirvarar væru á framsalsákvæðum í drögunum. Þar með var allt stopp, þótt enginn hafi enn þorað að upplýsa um ástæðuna fyrir strandinu.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2016 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband