Nýtt kalt stríð, innanlandspólitík gerbreytt

Bandaríkin og Nató eru gerendur í nýju köldu stríði við Rússa, sem lögðu af útþenslustefnu við fall Sovétríkjanna. Kaldastríðið nýja mun stokka upp íslensk stjórnmál.

Ísland er í Nató og með varnarsamning við Bandaríkin. Fyrirsjáanlega verður rólegt yfirbragð á valdaskaki stórveldanna í okkar heimshluta. Kaldastríðið gæti orðið heitt í Austur-Evrópu og er þegar funheitt í Sýrlandi.

Hernaðarhyggjan, sem fylgir nýju köldu stríði, mun splundra vinstrivæng stjórnmálanna hér á landi. Rótgróin andstaða við hernaðarbrölt er í Vinstri grænum á meðan Nató-elska er ráðandi í Samfylkingu.

Kaldastríðsorðræða styrkir Sjálfstæðisflokkinn sem þjóðarflokk andspænis ytri vá. Hægrijaðarhópar eins og Viðreisn hverfa eins og dögg fyrir sólu.

ESB-sinnar verða fyrir höggi. Áróðurinn, sem sjaldan var sagður upphátt, en meira látið liggja að, um að eftir skyndilegt brotthvarf Bandaríkjahers af Íslandi árið 2006 yrðum við að sækja vernd til ESB, verður merkingarlaus þegar herinn snýr aftur.

Auknar viðsjár í alþjóðamálum, ásamt götubardögum glæpahópa fjölmenningar í Reykjavík, mun draga úr áhuga almennings á pólitískri ævintýramennsku: Píratar verða fyrstir til að finna fyrir gerbreyttri pólitík.


mbl.is Viðbrögð við breyttu öryggisástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vel sagt og gott til að koma þessu vinstri sinnuðu í burt úr alþingishúsinu.  

Valdimar Samúelsson, 10.2.2016 kl. 11:25

2 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Staðreyndin er sú að þeir fikra sig upp á skaftið, þvi að þetta snyst allt um ná tangarhaldi á svæðinu sjalfu og svo setja allt á ennan endan í græniandi og halda svo áfram norður á bogin. Hverjar eru eignir Usa, Eu eða þjóverja á islandi í dag ?? það væri gamnan að sjá samatekt um það. þetta er risastór alþjóðlegur Eu og Usa KÓNGULÓGA VEFUR sem að er verið sð spinna sitthvoru megin við atlantshafið.  Að minu máti er Joe B , varaforsti ásamt fleirum þjáður af sjúkdómi sem að kallast ,, MEGALOMANIA ,, þetta er ákveðin tegund af geðsjúkdómi sem að snýst um að stækka og stækka og stækka og þráin eftir þvi að vera á toppnum á köngulóga vefnum og lífa í þeim ,, GÆÐUM ,,að þeir veiku telja og finna AFLIÐ sem að felst í þvi að hafa áhrif á allann heiminn. þessi þrá verður Manisk og óstöðvandi þegar að þeir veiku komast í þá aðstöðu  að fá pata af þvi að stjórna í fyrstu. þeir geta ekki stoppað.  

      Megalomania is a psychopathological condition characterized by fantasies of power, relevance, omnipotence, and by inflated self-esteem. Historically it was used as a name for narcissistic personality disorder prior to the latter's first use by Heinz Kohut in 1968, and is used today as a non-clinical equivalent.

kv

LIG

ps, Holst þyski rannsoknar lögreglumaðurin sem að sá um Geirfinnsmálið á sinum tíma átti að hafa sagt þegar að hann kom til þysklands, að það væri ekki mikið mál að eiga við islendinga , því að þeir væru svo TRÚGJARNIR ,, hið sama er upp á teningnum núna.  

Lárus Ingi Guðmundsson, 10.2.2016 kl. 11:30

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Trúleg greining.

Ef túlka má fylgið við Pírata sem kröfu um opnari stjórnsýslu (minni leyndarhyggju) og meiri aðkomu almennings að ákvarðanatöku með beinu lýðræði og Stjórnarskrárbreytingum í þá veru, þá er nú lítil, ef nokkur, spurn eftir "Viðreisn", sem vill auka völd risaskrifstofuveldis ESB á Íslandi, sem almenningur á Íslandi hefur ekki minnsta aðgang að.  Almenningur á Íslandi verður þá enn áhrifalausari á örlagarík málefni sín en nú.

Bjarni Jónsson, 10.2.2016 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband