Laugardagur, 6. febrúar 2016
Vinstrapopúlistaáhlaup Kára misheppnaðist
Pólitískir hópar i landinu eru í grófum dráttum þrír: vinsrimenn, hægrimenn og miðjumenn. Til að búa til samstöðu um eitthvert þjóðþrifamál þarf að ná tveim af þrem þessum hópum. Það tókst í Icesave-málinu; í framhaldi var skipt um ríkisstjórn og Ólafur Ragnar var endurkjörinn forseti á sömu forsendum.
Kári Stefánsson fékk með sér í undirskriftarsöfnunina vinstrihópinn heilan og óskiptan, en fáa miðjumenn og enn færri hægrimenn.
Kári viðurkenndi ósigur í hádegisfréttum RÚV og við getum snúið okkur að næsta umræðefni.
Þessi skítur er á minni ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kari hefur verið að trekkja sig upp um nokkurt skeið og engin ástæða til að ætla að þetta sé lokaspretturinn.
Ragnhildur Kolka, 6.2.2016 kl. 13:14
Og hvað, bara þjóðarsátt að láta heilbrigðiskerfið fara í súginn? Kannski, ég hefði viljað sjá meiri samstöðu þjóðarinnar um öflugt heilbrigðiskerfi.
Mofi, 6.2.2016 kl. 13:47
Mofi, heilbrigðiskerfið hefur verið bætt heilmikið á þessu kjörtímabili og í pípunum að gera enn betur.
Þannig að segja "láta heilbrigðiskerfið fara í súginn" er innistæðulaust.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2016 kl. 14:26
Þessi skipting á "pólitískum hópum" í landinu í vinstri, hægri, og miðju, er ekki aðeins úrelt heldur röng. Þriðjungur fólks virðist hafa áttað sig á því að leiðin til framfara liggur hvorki til vinstri né hægri, né með kyrrstöðu á miðjunni. Þessi þriðjungur vill ekkert af þessu þrennu heldur kýs framfarir, og sá hópur á aðeins eftir að fara stækkandi.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2016 kl. 15:11
Rétt hjá þér Guðmundur. En hvernig ætlar sá hópur sem þú lýsir að skera sig frá hinum? Sjötta víddin?
Sindri Karl Sigurðsson, 6.2.2016 kl. 17:38
Með því að fara hvorki til hægri, vinstri, né sitja kyrr á miðjunni, heldur með því að taka stefnuna fram á við í átt til framfara.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2016 kl. 18:16
Kallinn baðst afsökunnar, málefnið beið ekki hnekki og það er aðalatriði málsins, þ.e.a.s. það eru nálgast 60 þúsund sem hafa skrifað undir þessa áskorun.
Bæði þekktir og óþekktir aðilar frá öllum flokkum hafa formlega lýst yfir stuðningi við þetta framtak Kára. Jafnvel ráðherrar sem í upphafi reyndu að gera grín að Kára hafa játað sig sigrað og lýst því yfir að þeir séu sammála Kára.
Þrátt fyrir að Kári hafi beðist afsökunar með löngum og áferðafallegum orðum þessi lýsing á forsætisráðherranum eftir eins og ljótur sósublettur. Hann kominn til að vera.
Kristbjörn Árnason, 6.2.2016 kl. 20:02
Kallinn baðst afsökunnar, málefnið beið ekki hnekki og það er aðalatriði málsins, þ.e.a.s. það eru nálgast 60 þúsund sem hafa skrifað undir þessa áskorun.
Bæði þekktir og óþekktir aðilar frá öllum flokkum hafa formlega lýst yfir stuðningi við þetta framtak Kára. Jafnvel ráðherrar sem í upphafi reyndu að gera grín að Kára hafa játað sig sigrað og lýst því yfir að þeir séu sammála Kára.
Þrátt fyrir að Kári hafi beðist afsökunar með löngum og áferðafallegum orðum situr þessi lýsing á forsætisráðherranum eftir eins og hver annar ljótur sósublettur á forsætisráðherranum. Hann kominn til að vera, vegna þess að allir vita að ráðherrann er allt og feitur og hefur verið að fitna síðustu tvö árin.
Því miður fyrir hann, því ég veit að þetta er ekki einfalt mál..
Kristbjörn Árnason, 6.2.2016 kl. 20:05
Við fáum aldrei pólitíkus til að horfa á þetta með þessum augum, án verulegra fortalna. Eitt er að segja, annað að framkvæma.
Sindri Karl Sigurðsson, 6.2.2016 kl. 20:09
Kristbjörn lenti fimlega á milli þess sem ég ætlaði að svara þér Guðmundur.
Akkúrat málið Kristbjörn, Kári fór aðeins rúmlega fram úr sér. Þó ég sjái þess ekki stað í stöfum þínum, þá reikna ég með að þú viljir ekki taka þátt í einelti á netinu er það?
Sindri Karl Sigurðsson, 6.2.2016 kl. 20:23
Það er þekkt aðferð að gera viljandi mistök og biðjast síðan afsökunar. Með því er sótt í samvisku fólks, því allir horfa á afsökunarbeiðnina en gleyma sjálfum mistökunum.
Þetta þekkir Kári og ætlar að reyna að ná aftur einhverju fylgi út á afsökunarbeiðni sína, sem n.b. hefur ekki enn byrst á þeim fjölmiðli sem var nýttur til skítkastsins.
Hann veit sem er að með því að biðjast afsökunar fær hann samúðarfylgi.
Menn verða stærri ef þeir gera mistök og biðjast síðan afsökunar, en einungis smámenni gera slík "mistök" viljandi, til þess eins að geta komið fram með opinbera afsökunarbeiðni.
Gunnar Heiðarsson, 6.2.2016 kl. 20:32
Sindri oft hendir það menn swegja það sem ekki á að segja. Vandinn í þessu tilfelli að þótt Kári hafi beðist afsökunar situr bletturinn eftir. Vegna þess að þetta er veikur blettur hjá ráherranum.
Mér þætti það mjög ótrúlegt að hafi ætlað sér að meiða Sigmund Davíð en hann er búinn að því vegna þess að hann sagði það sem hann átti ekki að gera sem læknir.
Kristbjörn Árnason, 6.2.2016 kl. 20:33
Ekki dæmi ég hvort Kári gerði þetta viljandi eða ekki. En víst er að heiðarlegasta og hæfasta fólkið, oft með fastar og kannski óvanalegar skoðanir, er oft lagt í einelti eða hópelti. Sigmundur og Vigdís eru 2 af þeim.
Elle_, 6.2.2016 kl. 22:10
Svona að velta fyrir mér hvað megi þá segja um hinar undirskriftasafnaninar. Í kvöld eru 57,585 búnir að skrifa undir hjá Kára.Þó að hann sé ekki ánægður þá eru þetta þó fleiri en skrifuðu undir gegn Icesave í báðum þeim söfnunum og er í raun í 3 sæti yfir undirskriftalista sem hefur verið safnað sbr.
"
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.2.2016 kl. 00:26
Það er í góðu lagi að sjá hvernig þjóðin hefur kosið í hinum ólíku undirskrifta söfnunum. En Maggi það er alls ekki samanburðarhæft,þegar kemur að því meta fjöldann sem skrifaði núna undir hjá Kára og svo Icesave ólögvarðu kröfuna 2010 og 2011.Það vita allir að þeir geta kosið ábyrgðalaust um aukningu á framlögum til heilbrigðismála.Enda er vinstrinu slétt sama þótt ríkisstjórnin ráði ekki við það á einu bretti.En á árum leppstjórnar-ESB.beittu hún öllum áróðurstækjum sínum eins og líf þeirra lægi við,sem er komið á daginn pólitískt valdalíf.Það gengust margir upp í því,en eru að gangast við villu síns vegar.
Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2016 kl. 02:05
Svona skilgreining, vinstri-hægri-miðja, er algerlega óásættanleg Páll. Það sem ég sakna í umfjöllun þinni er, KS hefur vakið máls á ört versnandi heilbrigðiskerfis. Hvort 100.000 eða tæp 60.000 hafi skrifað undir, er í raun ekki aðalatriðið, fjöldinn er nægjanlegur. Í Icesave undirskriftum lögðu núverandi stj.flokkar sitt á vogaskálina, sem var úrslitaatriði. Ég hins vegar tel það grundvallaratriði, og amk 80%fólks á Íslandi, telja þetta forgangsmál, algerlega óháð flokkslínum!
Jónas Ómar Snorrason, 7.2.2016 kl. 10:31
En aftur að hvort Kári kastaði skít í Sigmund viljandi eða ekki - væri ekki útilokað að gera það óviljandi? Og hver var þá meiningin? Var það eins og Gunnar Heiðarsson skrifaði að ofanverðu?
Elle_, 7.2.2016 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.