Föstudagur, 5. febrúar 2016
Staðgenglastríð Bandaríkjanna/Nató og Rússa í múslímalöndum
Sýrlenska ríkisstjórnin, með aðstoð Rússa, sækir fram gegn súnní múslímum. Íranar, sterkasta ríki sjíta, styður sýrlensku stjórnina. Á móti hóta Sádi-Arabar, öflugasta ríki súnna, að senda landher inn í Sýrland, í samvinnu við súnnaríkið Tyrkland, sem er í Nató.
Bandaríkin eru bakhjarlar Sádí-Araba og Tyrkja. Stríðið í Sýrland og Írak er staðgenglastríð stórveldanna þar sem víglínan liggur á milli ólíkra afbrigða múslímatrúar. Bandaríkin eru í öfgadeildinni með Sádum, sem fjármagna wahabisma um víða veröld og er andleg næring hryðjuverkahópa.
Staðgenglastríð voru síðast háð að einhverju marki á dögum kalda stríðsins; í Kóreu, Víetnam og milli Egypta og Ísraelsmanna.
Ástandið er skelfilegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll
Þó að það sé nákvæmlega ekkert um það í fjölmiðlum hér, þá hafa staðið yfir fundarhöld milli þeirra Henry Kissinger og Putins um þessi málefni. Það er nú þannig hér að fjölmiðlar fylgjast bara með vissum fjölmiðlum og öðrum ekki. Menn eru á því að Henry Kissinger karlinn vilji reyna koma á betri samskiptum á milli Bandaríkjanna og Rússlands, svo og reyna leysa vandamál. Það er kannski einhver von að eitthvað komi útúr þessum viðræðum.(http://tass.ru/en/politics/854286)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.2.2016 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.