Föstudagur, 5. febrúar 2016
Bannað að skipta um formann í Samfylkingu
Samfylkingarskútan er strand, fylgisrýr upp á skeri, en lög flokksins banna að skipt sé um manninn í brúnni.
Formannskosningar eru aðeins leyfðar kortéri fyrir kosningar til að draga úr líkum að bátnum sé ruggað.
Stjórnlyndið í lögum Samfylkingar er ígildi sjálfstortímingar. Formaður sem fiskar ekki skal samt stýra strandaða fleyinu.
Landsfundur óraunhæfur á þessu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er svolítið skondið hjá mönnum að tala um hvort Katrín Júlíusdóttir fari í formannsframboð í LANDRÁÐAFYLKINGUNNI, ber hún ENGA ÁBYRGÐ á fylgishruni flokksins, sem varaformaður hans?
Jóhann Elíasson, 5.2.2016 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.