Fylgishrun Samfylkingar staðfest - Píratar fá liðsmenn

MMR gefur Samfylkingu 9,4 prósent fylgi og staðfestir þar könnun Gallup fyrir nokkrum dögum sem mældi 9,2 prósent fylgi.

Samfylkingin er tilraun sem misheppnaðist. Flokkurinn var stofnaður sem einsmálsflokkur og núna er málið eina, ESB-umsókn, pólitískt dautt og verður ekki endurlífgað næstu árin.

Fótgönguliðar Samfylkingar munu leita fyrir sér hjá Pírötum sem eru með fylgi en fáa liðsmenn. Píratar lærðu af Samfylkingu, eru ekki einsmálsflokkur heldur einskinsmálsflokkur - og heldur þannig öllum ánægðum, ýmist með loðinni stefnu eða alls engri.

 


mbl.is Fylgi Pírata dregst lítillega saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

merkilegt hvað hægrimönnum er umhugað um fylgi samfylkingarinnar þegar eini hægri flokkurinn á Íslandi rétt slefar í 20% fylgi!

Óskar, 3.2.2016 kl. 11:32

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"ýmist með loðinni stefnu eða alls engri"

Dæmi nú bara hver fyrir sig:

http://www.piratar.is/stefnumal/grunnstefna/

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2016 kl. 14:38

3 Smámynd: Gísli Friðrik

Guðmundur þetta stoðar lítið. Þú gætir allt eins reynt að gera ljósastaur vitiborinn en að búast við því að Páll taki við upplýsingum eða rökum sem dælda fordóma hans.

Gísli Friðrik, 3.2.2016 kl. 16:16

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dæmi hver fyrir sig um það líka. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2016 kl. 16:20

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nei spennandi þegar Samfó leitar fyrir sér hjá Píötum,eins og Páll segir Óskar.
Og Páll Óskar syngur fyrir þá;"þú komst við hjartað í mér"   


Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2016 kl. 16:24

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Liggur það ekki í augum uppi Páll, að framsókn og sjálfstæisflokkar hafi tapað mestu fylgi til Pírata. Mælast til samans með minna fylgi en Píratar. Alla vega fór ekki fylgishrun þeirra til hinna stj.andstöðuflokkana. Einkennilegt að þú mynnist ekkert á þá staðreynd, hmm hvers vegna? Þú ert með SF algjörlega á heilanum.   

Jónas Ómar Snorrason, 4.2.2016 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband