Ólína: Samfylkingin dauð í haust

Þingmaður Samfylkingar, Ólína Þorvarðardóttir, telur flokkinn dauðann í haust verði ekki gerðar lífgunartilraunir með nýrri forystu.

Eina von flokksins er að flýta landsfundi, segir Ólína.

Ný könnum Gallup gefur Samfylkingu 9,2 prósent fylgi. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 12,9 prósent atkvæðanna.

Samfylkingin er einsmálsflokkur. ESB-aðild er allra mein bót fyrir Ísland. Árni Páll Árnason sitjandi formaður sló þann tón þegar árið 2008 er hann sagði að umsóknin eins og sér um aðild að Evrópusambandinu væri töfralausn við efnahagslegum óstöðugleika.

Vandi einsmálsflokka er að þegar baráttumálið eina og sanna trekkir ekki lengur blasir við pólitíiskt rökþrot.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flokkurinn heitir reyndar Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Sú stefna hefur marga fleti sem virðast hafa horfið úr umræðunni.

Ómar Ragnarsson, 2.2.2016 kl. 22:34

2 Smámynd: Sólbjörg

"Samfylkingin eiginhagmunaflokkur útvaldra" ekki jafnaðarmannaflokkur. Össur ætti að vera óspar á að yfirlýsa og útskýra í fjölmiðlum að það sé engin munur á Pírötum og Samfylkingunni. Báðir flokkarnir vilja fara í ESB.  Fyrir flokka sem boða gagnsæi eins og Píratar gera er það bráðfyndið, því ESB hefur ekki birt ársskýrslu í 20 ár.

Sólbjörg, 3.2.2016 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband