ESB óttast úrsögn Bretlands

Ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu, í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fer á næstu mánuðum, yrði það stóráfall fyrir ESB.

Evrópusambandið þarf nauðsynlega á Bretlandi að halda af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi er valdajafnari á meginlandi Evrópu og hefur verið frá 18. öld. Ef eitt ríki er öðrum yfirsterkara á meginlandinu jafnar Bretland leikinn, studdi Prússa gegn Frökkum í Napóleonsstyrjöldunum og Frakka gegn Þjóðverjum í tveim heimsstríðum á síðustu öld.

Í öðru lagi er Bretland, með stuðningi við frjálsa verslun og vantrú á yfirþyrmandi ríkisvaldi, náttúruleg mótstaða gegn frönsku stjórnlyndi og þýskum korpóratisma. Aðild Breta að ESB er hemill gegn ofurvaldi embættismanna í Brussel.

ESB þarf meira á Bretlandi að halda en Bretlandi ESB.

 


mbl.is Leggur til heimild til að falla frá bótagreiðslum við sérstakar aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Bretland yrði fullkomlega háð gagnkvæmum samningum við ESB um nánast allt sem snýr að milliríkjaviðskiptum, flutningi fjármagns og fólks - þú vanmetur þessa stöðu stórkostlega

Jón Bjarni, 2.2.2016 kl. 18:30

2 Smámynd: Elle_

Bretar verða ekki að vera hluti af ESB til að gera samninga.  Vanmetur þú ekki frekar stórkostlega alla samninga sem hafa ekki með ESB að gera eða eru ekki undir þeirra stjórn? 

Elle_, 2.2.2016 kl. 19:58

3 Smámynd: Jón Bjarni

Var ég ekki að segja að þeir þyrftu að semja?

Jón Bjarni, 2.2.2016 kl. 20:01

4 Smámynd: Elle_

Þú varst að tala um ESB-samninga en ESB er ekki heimurinn.

Elle_, 2.2.2016 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband