Ópólitískt fylgi í leit að stefnu

Píratar voru stofnaðir sem nördaflokkur að tryggja fáeinum þægilega innivinnu með ríkulegum ferðaheimildum en ekki til að breyta stjórnmálum. Með fylgi upp á 35 prósent eru Píratar orðnir eftirlæti þeirra sem eru ópólitískir - en vilja ekki hefðbundin stjórnmál.

Samkvæmt Halldóri Jónssyni eru Píratar duglegir að funda til að finna stefnu handa ópólitíska fylginu sem sópast að þeim. Hængurinn er sá að þeir sem mæta á fundina eru ekki ópólitískir og þar af leiðandi ekki dæmigerðir fyrir fylgið, sem er fundarlatt og nálgast stjórnmál eins og barn sælgætisbar.

Þegar nær dregur kosningum verður áskorun Pírata að finna pólitíska stefnu sem rímar við ópólitískt fylgi.


mbl.is Píratar með mest fylgi í tíu mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Páa!

 Hvað segir þú um það að koma franska-KOSNINGAKERFINU  á hér á landi einhverntíma í framtíðinni?

==Að kjósa pólitískan forseta og vara-forseta á Bessastaði.

Forseti Íslands myndi leggja af stað með stefnurnar í stærstu málunum og hann yrði að standa eða falla með þeim.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2163126/

Jón Þórhallsson, 2.2.2016 kl. 10:01

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Nei, nei - einn sem var að fatta að það er hægt að skipta um fonta.

Steinarr Kr. , 2.2.2016 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband