Föstudagur, 29. janúar 2016
Ráðhúsið: engin könnun, aðeins fegraðar skýrslur
Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík tekur ekki þátt í samaburðakönnun sveitarfélga um þjónustu við íbúana. Þess í stað pantar borgin skýrslur um gæluverkefni vinstrimanna, atkvæðagreiðslur um hvort leggja skuli gangstíg þar eða byggja leikvöll hér.
Kosturinn við pantaðar skýrslur er að þær má alltaf endursenda til verksala til að fá útkomu sem hentar verkkaupa.
Samanburðarkönnun sveitarfélaga á þjónustu við íbúa er á hinn bóginn ekki hægt að fegra. Þess vegna vilja vinstrimenn í ráðhúsinu við Tjörnina ekki vera með.
Reyna að forðast óþægilegt umtal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.