Neytendur standa undir hagnaði Haga

Hagar eru með nógu háa álagningu á matvöru til að standa undir milljarðahagnaði ár hvert. Þeir sem borga gróða Haga eru neytendur fyrst og fremst en framleiðendur einnig.

Í fákeppni matvöruverslunarinnar blóðmjólka Hagar bæði framleiðendur og neytendur til að skila milljörðum í vasa eigenda Haga.

Það er svívirðan.


mbl.is Svívirðileg framsetning hjá Sindra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að endingu eru það alltaf neytendur sem greiða allan kostnað og hagnað.  Hagnaður, sem slíkur verður alltaf að vera til staðar svo fyrirtæki geti þrifist, en það er bara spurningin hversu MIKILL hann þarf að vera og hversu miklu OKRI er HÆGT að skella á neytendur.

Jóhann Elíasson, 28.1.2016 kl. 08:51

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Fróðlegt væri að vita hversu mikið Hagar eru yfirverðlagðir af þessum verðbréfaguttum greiningadeildanna. Þeir segja núna að N1 sæe ofmetið um 1 milljarð. En N1 og Hagar eru svokölluð arðgreiðslufélög í eigu lífeyrissjóðanna að mestu leyti.  Þegar markaðurinn leiðréttir verðið mun það fyrst og fremst verða skellur fyrir lífeyrissjóðina.  Þannig að á endanum tapar almenningur tvöfalt. 2007 hvað!!!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.1.2016 kl. 09:10

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Er ekki Costco a leiðinni? Það ætti að gleðja þig Pall.

En hvað sem því líður þá er það neytenda að velja og þeir hafa kosið að eiga viðskipti sín við Haga.

Ragnhildur Kolka, 28.1.2016 kl. 10:07

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver borgaði afsláttinn í "Bónus ekkert bruðl"  hjá þeim feðgum?

Var það ekki þjóðin sjálf á endanum?

Halldór Jónsson, 28.1.2016 kl. 16:20

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Costco verður himnasending. Ég vildi samt helst að ValMart kæmi hingað, þá sæju menn fyrst hvernig á að reka svona sjoppur.

Halldór Jónsson, 28.1.2016 kl. 16:21

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Lífeyrissjós-greiðendur og lífeyrissjóðs-eigendur borga fyrir lífeyrissjóðs-rænandi einokun Haga-co og bankabeitu-kúgunar-"vinanna"!

Er Costco ekki hormónaframleitt pensillín í formi matvöru?

Væri ekki rétt að láta Costco-kjötið og allt annað kjöt fara í gegnum lyfjaeftirlitið á Íslandi, áður en verður leyft að selja það sem matvöru, en ekki sem vaxtahormóna/pensillínkúr?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.1.2016 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband