Nýtt stjórnmálaafl: læknaflokkurinn

Læknarnir Kári Stefánsson og Magnús Karl Magnússon hljóta að formgera stjórnmálahreyfinguna á bakvið undirskriftarsöfnun um aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins.

Læknaflokkur Kára og Magnúsar Karls kann sitthvað fyrir sér í pólitískum vinnubrögðum, enda komnir með 50 þúsund undirskriftir. Í kjarabaráttu lækna, fyrir tveim árum, sýndu læknar fram á að hugvitsamleg notkun almannatengla, sem plöntuðu ,,fréttum" í auðtrúa fjölmiðla, skilar árangri í baráttunni um hylli almennings.

Kári og Magnús Karl vekja athygli á Icesave-málinu, en einmitt baráttan þar kallaði fram nýjan Framsóknarflokk. Læknafélagarnir tveir geta ekki látið staðar numið hér. Þeir eru byrjaðir í pólitík og verða að fylgja því eftir með flokksstofnun. Annars dæmast þeir úr leik sem óábyrgir eins-máls-menn. Undirskriftarsöfnunin hlýtur að vera forsmekkurinn að öðru og stærra.

Læknaflokkurinn er kannski ekki gott nafn. Hvað með Heilbrigðisflokkinn? Eða Hamingjuflokkurinn? Við-vitum-allt-best-flokkurinn? Mest lýsandi væri þó: Topparaflokkurinn.


mbl.is „Ráðamenn hlusta ekki á þjóðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Enn eitt flokksbrotið á vinstri kantinum.

Ragnhildur Kolka, 27.1.2016 kl. 09:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Pistill Óla B.Kárasonar í Mbl.í dag fjallar um téðan undirskriftalista.Hann kemur inn á veigamikil atriði sem eru ekki minna áríðandi og það er að eignir ríkisins  og fé (hk),séu nýttar með betri og skynsamlegri hætti en gert er.--Það er á allra vitorði að stjórnendur ríkisfyrirtækja fara oftast framúr þeim heimildum sem þeim er eru mörkuð. Er ekki kominn tími á eitt eftirlitsembættið enn.    

Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2016 kl. 09:38

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er sérkennilegt viðhorf til skoðanafrelsis og frelsis fólks til að velja á milli framboða í kosningum, að ekki megi hafa skoðun á einu máli án þess að tilkynna um skoðanir sínar á öllum öðrum málum, annars sýni viðkomandi vítavert ábyrgðarleysi.

Ómar Ragnarsson, 28.1.2016 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband