Kiev-stjórnin efnir ekki Minsk, Gunnar Bragi í tómu tjóni

Vesturveldin styðja stjórnina í Kiev, sem deilir við uppreisnarmenn, er Rússar styðja, um yfirráðin yfir austurhéruðum Úkraínu. Minsk-samkomulagið kveður á um sjálfsstjórn austurhéraðanna gegn því að Kiev-stjórnin fái yfirráð yfir landamærum.

Kiev-stjórnin hefur hingað til ekki efnt sinn hluta Minsk-samkomulagsins með því að gera ekki nauðsynlegar laga- og stjórnarskrárbreytingar til að veita austurhéruðunum sjálfsstjórn.

Gunnar Bragi, utanríkisráðherra Íslands, á eftir að útskýra það fyrir okkur hvers vegna Ísland er í viðskiptastríði við Rússa vegna Krímskaga, - sem Minsk-samkomulagið tekur ekki til. Krímskagi verður hluti af Rússlandi.


mbl.is Viðskiptabanni jafnvel aflétt í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

 Páll, enginn málstaður er svo góður að hann verðskuldi ósannindi eða hálfsannleik. Ég hef nokkrum sinnum bent þér á veilurnar í málflutningi þínum. Orð Pútíns um eina þjóð að landamærum Póllands og Kænugarð sem vöggu rússneskrar menningar minnir óhugnalega á orð þýsks fyrirrennrara hans. - Hefðirðu nokkuð stutt þann?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 25.1.2016 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband