Albanía ekki lengur fyrirmynd Íslands

Eigendur sjúkrahótelsins í Ármúla, Ásdís Halla Bragadóttir og félagar, fengu hagfelldan samning við ríkið sem forstjóri Sjúkratrygginga varði með klóm og kjafti þegar Landspítalinn gagnrýndi fyrirkomulagið.

Ásdís Halla telur að Albanía eigi að vera fyrirmynd fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi og flutti um það erindi á ársfundi Samtaka atvinnulífsins. Albanía er það ríki í Evrópu og Asíu sem mismunar mest þegnum sínum m.t.t. heilbrigðisþjónustu. En eflaust er hægt að græða góðan pening á þeirri misskiptingu.

Fyrirsjáanlega eru slit á aðild Ásdísar Höllu og félaga að heilbrigðiskerfinu. Mætti álykta að Albanía er ekki lengur fyrirmynd Íslands í heilbrigðismálum. Sumir myndu telja það framför.


mbl.is „Þetta eru vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

 Þeir leysa þetta strákarnir, Páll og Steingrímur Ari svo ráðherratuskan geti sofið áfram

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.1.2016 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband