Útsala á ríkiseigum verður ekki fyrirgefin

Salan á Borgun fól í sér að ríkisbanki gaf útvöldum 20 milljarða króna. Salan fór fram á bakvið luktar dyr.

Íslenska ríkið á Landsbankann, stóra hluti í öðrum bönkum og fær í fangið aðrar eigur, upp á tugi milljarða króna, sem lið í uppgjöri föllnu bankanna.

Reynslan af sölunni á Borgun ætti að kenna ríkisstjórninni að ganga varlega um gleðinnar dyr þegar kemur að sölu ríkiseigna. Landsbankann ætti að taka strax af söluskrá, svo að enginn velkist í vafa um að Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur lærðu sínu lexíu af hruninu 2008.

Þjóðin mun ekki sýna þeim neina miskunn vorið 2017 sem gefa útvöldum almannaeigur. Enda veit þjóðin að gjafagjörningum fylgir hrun.


mbl.is Þolum ekki sömu mistökin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband