Miðvikudagur, 20. janúar 2016
Dönsk svín í múslímskum matardeilum
Múslímar borða ekki svínakjöt af trúarástæðum. Múslímar í Danmörku hafa náð þeim árangri að ryðja svínakjöti af matseðlinum á sumum opinberum stöðum. Danir, sem eru stórframleiðendur svínakjöts, telja danskri matarmenningu standa ógn af áhrifum múslíma og grípa til gagnráðstafana.
Guardian segir að bæjarfélagið Randers hafi gefið út verklagsreglu um að mötuneyti á vegum sveitarfélagsins skuli bjóða danskan mat, svínakjöt meðtalið.
Ákvörðun Randers er liður í baráttu Dana fyrir danskri matarmenningu andspænis þeirri múslímsku. Það eitt að bæjarfélag þurfi að gera sérstaka samþykkt um að hversdagslegur matur skuli á boðstólum segir sína sögu um styrkleikahlutföllin í dönsku samfélagi.
Athugasemdir
Páll,
nei, þessi frétt segir ekkert "styrkleikahlutföll", nema þá helst að óttaslegið fólk sem hræðist fjölmenningu (fjölbreytta menningu) er háværara en áður.
Eða hvað sagði okkur hávær umræða gegn mosku í seinustu borgarstjórnarkosningum? Alla vega spratt sú umræða ekki af því að múslimar voru neitt að sækja sig í veðrið heldur bara hræddir Framsóknarmenn og konur.
Skeggi Skaftason, 20.1.2016 kl. 09:18
Eru þá þið eðalkratar hræddir við okkur Skeggi? Það má alveg herma það upp á mig og marga fleiri,að við hræðumst fláttskap ykkar. Ykkur er svo brátt í brók,að koma okkur undir vald Evrópusambandsins að það sést langar leiðir hvernig þið rótið í vesælum þingmönnum...Og nú hafið þið fengið alla vinnufélaga ykkar á þingi,til að samþykkja breitingu á Stjórnarskrá Íslands,sem færir ESB.nær með hverju árinu að yfirtaka fiskimiðin,lífæð okkar.
Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2016 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.