Uppboðsleiðin í áfengi, ekki í sjávarútvegi

Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmi Árnasyni og fleirum, finnst sjálfsagt að fara uppboðsleiðina í áfengissölu - leyfa markaðnum að ráða hvernig og hvar fólk nær sér í áfengi.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur meðtalinn, eru á hinn bóginn ekki hlynntir uppboðsleiðinni í sjávarútvegi. Þar skal ríkið úthluta veiðikvóta án þess að markaðurinn ráði verðinu.

Rökin fyrir ríkissölu áfengis og kvótakerfinu eru í grunninn þau sömu. Heildarhagsmunir er settir ofar sérhagsmunum. Fyrirkomulag sem reynslan sýnir og staðfestir að virki á ekki að breyta. Allra síst ef maður er íhaldsmaður.

Ef Vilhjálmur og félagar í Sjálfstæðisflokknum hleypa markaðnum lausum á lýðheilsu landsmanna er hætt við að frjáls markaður éti upp sitthvað fleira. Til dæmis fylgi Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Sömdu Hagar frumvarpið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er sammála þér Páll að flestu leiti. 

Jónas Ómar Snorrason, 17.1.2016 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband