Fimmtudagur, 14. janúar 2016
ESB án Bretlands - Bandaríkin tapa símanúmeri
Hvert er símanúmerið í Evrópu? á Kissinger utanríkisráðherra Bandaríkjanna að hafa spurt. Bandaríkin bjuggu til Evrópusambandið til að vega upp á móti Sovétríkjunum eftir seinna stríð. ESB átti að vera símanúmerið sem valdhafar í Washington gátu hringt í þegar nauðsyn bar til.
Bretar eru á leiðinni út úr Evrópusambandinu á sama tíma og sambandið er í kreppu, m.a. vegna aðildar að misheppnaðri útþensku í austurátt, sbr. Úkraínu-deiluna, misheppnaðs gjaldmiðils og vangetu til að glíma við flóttamannavanda frá múslímaríkjum.
Evrópusambandið mun liklegast liðast í sundur hægt og rólega. Símasambandið við Washington var líka orðið stirt eftir að kalda stríðinu lauk.
ESB-samningur Breta klár í febrúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.