Mánudagur, 11. janúar 2016
Auðmanna-Eyjan: flöggun og þöggun fjölmiðla
Auðmenn keyptu sér á dögum útrásar fjölmiðla til að flagga þeim málum sem komu málstað auðmanna vel en þagga niður gagnrýna umræðu. Eyjan er auðmannamiðill sem stundar þessa flöggun/þöggun blaðamennsku.
Eyjan klappar þann stein að réttarríkið hafi brugðist auðmönnum. Eyjan hleypur til þegar þeim bætist liðsmaður í baráttunni fyrir málstað auðmanna, t.d. varaþingmaður Samfylkingar.
Réttarríkið afgreiðir mál auðmanna samkvæmt viðurkenndum reglum. Auðmennirnir sjálfir eru á hinn bóginn vanir að fá sitt fram og ýmist flagga eða þagga mál með aðstoð almannatengla og fjölmiðla.
Fjölmiðlar að undirbúa fár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Varaþingaður? Í hvaða kjördæmi er Helga Vala varaþingmaður? Get ekki fundið hana að minnstakosti í Reykjavíkurkjördæmum. Og því eru hún varla varaþingmaður.
Magnús Helgi Björgvinsson, 11.1.2016 kl. 18:20
Páll fyrrum formaður Samfó á Seltjarnarnesi sér Samfylkingarmenn í öllum hornum.
Það er kannski til eitthvað við þessu ?
Jón Ingi Cæsarsson, 12.1.2016 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.