Sendiherrann, Gunnar Bragi og heimslöggan Nató

Úkraína er ekki Nató-ríki. Varnarbandalagið Nató var stofnað til að verja Vestur-Evrópu ágangi kommúnisma. Engin hætta er lengur af kommúnisma, sem er dauð hugmyndfræði.

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi boðar nýtt hlutverk Nató um að vera heimslögga í þágu fullveldis, að standa vörð um ,,nauðsynlegar grundvallarreglur." Gunnar Bragi utanríkisráðherra endurómar þessa skoðun þegar hann talar um að ekki sé hægt að ,,verðleggja fullveldi þjóða."

Réttkjörnum forseta Úkraínu,Viktor Janúkovítsj, var steypt af stóli í febrúar 2014. Hann segir Pútín Rússlandsforseta hafa bjargað lífi sínuValdataflið sem leiddi til kollsteypunnar var teflt í þrem borgum; Washington, Brussel og Moskvu. Sumir fræðimenn, t.d. J.J. Mearsheimer, segja að Úkraínudeilan sé alfarið vesturveldunum að kenna.

Nató hafði engar áhyggjur af fullveldi Úkraínu þegar réttkjörnum forseta var steypt af stóli, einfaldlega vegna þess að Nató, sem hernaðararmur Bandaríkjanna og stærstu ESB-ríkjanna, vildi losna við Janúkovítsj. Nató fékk skyndilegan áhuga á fullveldi þegar Rússar svöruðu ógn við öryggishagsmuni sína með því að leggja undir sig Krímskaga.

Um 58% íbúa Krímskaga eru Rússar en aðeins fjórðungur Úkraínumenn. Í atkvæðagreiðslu, sem var álíka lýðræðisleg og valdamissir Janúkovitsj, kusu íbúar Krím að verða hluti af fullveldi Rússlands en ekki Úkraínu. Og hvort ættu Íslendingar að styðja fullveldi þjóðar, sem var baráttumál okkar innan danska ríkisins í meira en 70 ár, eða fullveldi ríkja sem sitja yfir hlut ólíkra þjóða?

Nató-veldin studdu vitanlega úkraínska ríkið gegn Rússum á Krímskaga og austurhluta Úkraínu. Öfl hliðholl Nató tóku völdin í Kiev eftir að Janukovítsj var hrakinn frá völdum. Nató-veldin hugsa um það eitt að fá landssvæði sem heyrir undir úkraínska ríkið óskert í sína valdablokk. Velferð þjóða er aukaatriði í stórveldapólitík og hefur alltaf verið.

Nató-veldin meta fullveldi eftir aðstæðum. Fullveldi Íraks, svo dæmi sé tekið, var metið léttvægt og sendu Bandaríkin þangað herlið árið 2003 til að skipta um stjórnvöld. Réttlætingin, sem búin var til, um að Írak ætti gereyðingarvopn, var uppspuni. En einmitt þannig vinna stórveldi - þau spinna sögur sem réttlæta yfirganginn.  Ófriðarbálið sem Nató-veldið kveikti í miðausturlöndum logar enn glatt og veldur tortímingu mannslífa og ótal öðrum hörmungum sem ekki sér fyrir endann á.

Sem heimslögga er Nató með ömurlega ferilsskrá; efnir til stríðsátaka fremur en friðsamlegra samskipta. Við eigum ekki að vera taglhnýtingar Nató-veldanna í utanríkispólitískri ævintýramennsku, hvort heldur í Evrópu eða öðrum heimsálfum.

Íslenska utanríkisþjónustan, með Gunnar Braga Sveinsson sem ráðherra, er svo heillum horfin að réttast væri að leggja hana niður og skipta verkefnum á milli annarra ráðuneyta.


mbl.is Standi vörð um grundvallarreglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ein miljón hefur flúið frá Úkraínu til Rússlands.

Snorri Hansson, 9.1.2016 kl. 11:45

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

SÆll Páll! 

Muntu kjósa framsókn í næstu Alþingiskosningum ef að Gunnar Bragi verður þar áfram utanríkisráðherra?

Jón Þórhallsson, 9.1.2016 kl. 12:09

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki Alþjóðabankinn búinn að kaupa mest allt ræktanlegt landssvæði í Úkraínu? Og ef ég man rétt, þá varaði Vandana Shiwa okkur við því að Alþjóðabankinn ætlar að einoka með fræ í framtíðinni? Og ef ég man rétt þá eru nýleg landbúnaðartæki Úkraínu víst flest frá Bretaveldi? (verkefni fyrir fjölmiðla).

Þá er spurning hver eru yfir-valdaríki yfir þessum Alþjóðabanka einokunarplönum framtíðarinnar, og þar með ESB-USA-NATO-hertekinni Úkraínu? Hvað ætli Cameron og co finnist um þetta heimsveldis-einokunarplan á öllum heimsins sviðum viðskipta, samskipta og mannréttinda? Er ekki kominn Sádi-Arabakóngur í forystusæti mannréttinda-eitthvað? Og fólki flestu virðist vera alveg sama, og vesturlandakonur steinþegja flestar yfir þessari nýskipuðu yfirmannsstöðu Sameinuðu-mannréttinda-eitthvað? Er þetta eðlilegt?

Það er hreinlega til of mikils ætlast, að einn valdalaus maður í ráðuneytis/dómsstólastjóra-gíslingu upp á litla Íslands-skerinu, leysi þessar þvingunar-hertökur Alþjóðabankans og NATÓ í Úkraínu, og víðar í veröldinni.

Eða er fólk virkilega svo barnalegt að trúa því að völd eins ráðherra á litla Íslandi ráði við heimsveldismafíuna, án stuðnings og umræðu almennings um staðreyndir?

Múgæsingur er gömul og þekkt heilaþvotta-aðferð villimanna-yfirheimsveldisins í Vatíkans-heimsklíkunni. Óttinn er heimsveldisins villimannamafíunnar sterkasta vopn, ásamt þöggun og sögufölsun mafíuhagrædds áróðurs. Þar bera fjölmiðlar mesta ábyrgð. Fjölmiðlar taka þátt í að skapa hálfsannleiks-múgæsing, árásir og sundrungu?

Gunnar Bragi Sveinsson hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.1.2016 kl. 13:00

4 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Það er ekki rétt að "réttkjörnum forseta Úkraínu,Viktor Janúkovítsj," hafi verið steypt af stóli í febrúar 2014. Hann flýði sem fætur toguðu þegar ríkisstjórn hans hafði misst þingmeirihluta sinn í kjölfar fjöldamorðanna sem hann fyrirskipaði á Maidan torginu. Er ekki best að láta vinstrimönnum það eftir að hagræða sannleikanum og rökræða heldur á grundvelli staðreynda?

"Um 58% íbúa Krímskaga eru Rússar en aðeins fjórðungur Úkraínumenn." Án forsögu þessa hlutfalls er talan í besta falli blekkjandi. - Það hlýtur að  fara hrollur um Letta og Eista hvað stór svæði innan landamæra þeirra varðar ef þetta eru gild rök.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 9.1.2016 kl. 15:37

5 identicon

Sæll Einar Sveinn
Viktor Janúkovítsj og þingmenn hans voru ekki bara reknir í burtu heldur hundeltir og ofsóttir, nú og þeir hafa verið í felum eftir að hafa verið meinaður aðgangur að þinginu, þökk sé Bandarískum stjórnvöldum, Bandaríska sendiráðinu í Úkraínu, ný-Nasistum Svoboda og Right Sector er fjármögnuðu og stóðu fyrir þessari litabyltingu.   
 

Rússneskumælandi fólk er býr á Krímskaga og víða í Úkraínu vill ekki sjá ný-Nasista, hvað þá þessa ný -Nasista- Ríkisstjórn Úkraínu. Það kæmi mér ekki á óvart að heyra það frá stjórnvöldum í Úkraínu og/eða núna hérna Gunnari Braga: Join the Nazi  party, please  






Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 17:27

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svona sjónarmið eiga ekki einu sinni ap vera til umræðu.  Eiga ekki að sjást!

Vegna þess einfaldlega, að Ísland verður að fylgja Vestrænum Lýðræðisríkjum í þessu máli og axla þar með skyldur sínar sem fullvalda sjálfstæð þjóð.

Um þetta ætti ekki að vera að eyða orku í að deila.  Allir ættu að sjá undireins í hendi sér að þetta væri bara nauðsynlegt.

Þar að auki, þar að auki, væri óskaplega skrítið ef SFS, áður LÍÚ, færi að ráða hér utanríkisstefnu Íslands í svo gríðar mikilvægu máli sem samstöðu með Vestrænum Lýðræðisríkjum og ESB.

Ef SFS færi að ráða slíku, - það væri þá bara alveg eins og í kjánalandi.  Allir hljóta að sjá það ef þeir hugsa málið aðeins.  SFS að ráa utanríkisstefnu lands og/eða þvinga fram einhverja þjóðrembings umræðu og lýðæsingablaður.?   Það gengur ekkert.  Þarna hafa þeir eifaldlega ofmetið sjálfa sig eða ofmetnast í hroka sínum.  Jafnvel framsjallar geta ekki fallist á upplegg SFS. (Nema þá lítill minnihluti til málamynda því málið er náttúrulega erfitt og vandræðalegt fyrir framsjalla því allir vita hverjir kostunaraðilarnir m.a. eru.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2016 kl. 01:34

7 identicon

Sæll Ómar Bjarki 

Íslendingar eiga ekki að styðja valdarán og/eða litabyltingar, hvað þá Nasista valdrán er stjórnvöld í Bandaríkjum standa fyrir og fjármagna, þú?

 

Sjá hérna https://www.youtube.com/watch?v=8-RyOaFwcEw

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 12:53

8 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Páll

Einhvern veginn dettur mér gyðingahatur í hug. En vel mað merkja, þá væni ég þig ekki um það. Forsætisráðaherra Úkraínu er gyðingur og forsetinn held ég örugglega líka. Fasistar haf um 4% fylgi og styðja ekki ríkisstjórnina. Mér finnst þú eigir að setja viss mörk þegar kemur að þeim sem tjá sig á síðunni þinni.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 10.1.2016 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband