Stjórnfesta kallar ekki á stjórnarskrárbreytingar

Upplausnarliðið í landinu krefst stjórnarskrárbreytinga. Ástæðan fyrir kröfunni er sú að stjórnarskrárbreytingar, hljóti þær framgöngu, réttlæta pólitíska greiningu upplausnarliðsins um að Ísland virki ekki - Ísland sé ónýtt.

Við eigum ekki að taka mark á upplausnarliðinu heldur efla stjórnfestu í landinu og leggja til hliðar öll áform um að breyta stjórnarskránni.

Háværasta krafa upplausnarliðsins er um beint lýðræði. Reynslan sýnir að beint lýðræði virkar aðeins í undantekningartilfellum, sbr. Icesave-þjóðaratkvæðið. Afgreiðsla venjulegra mála vekur ekki áhuga almennings.

Í íbúakosningum í Reykjanesbæ um umdeilt kísilver var 8,7 prósent kjörsókn, já, átta komma sjö prósent. Í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar liggur skýrsla um reynsluna af íbúakosningum sem borgaryfirvöld vinstrimanna þora ekki að birta - enda vinstrimenn hluti upplausnarliðsins.

Stjórnarskrá lýðveldisins er hornsteinn stjórnfestunnar. Látum ekki upplausnarliðið brjála dómgreindina okkar til að velta hornsteinum.


mbl.is Ekki hefur náðst sátt um álitamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Aðeins buddan vekur áhuga kjósenda. Þess vegna flykktist fólk á kjörstað þegar kosið var um Icesave. Bekkir og göngustígar í Breiðholtinu kveikja engan áhuga og fólk nennir ekki að setja sig inn í mál eins og mengunarmál í Keflavík. Þar flæktist málið þegar hugsjónamál og hagsmunamál húseigenda vógust á. Slíkir hagsmunaárekstra munu koma upp í ótal mörgum öðrum málum og fólk mun sitja heima (opna ekki tölvuna sína) á kjördag. 

Ragnhildur Kolka, 8.1.2016 kl. 09:11

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

"Í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar liggur skýrsla um reynsluna af íbúakosningum sem borgaryfirvöld vinstrimanna þora ekki að birta - enda vinstrimenn hluti upplausnarliðsins." .. þetta er áhugavert og vissi ekki af þessu. Hvaða heimildir hefur þú fyrir þessu?

Tel alveg rétt að það þurfi breyta ákveðnum þættum stjórnarskrár, eins og kjör forseta, þjóðaratkvæði, skerping á valdi ríkis (þrískipting valds) og því um líkt. Bíð því spenntur eftir að sjá niðurstöðu þessa hóps.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 8.1.2016 kl. 10:14

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Mæltu manna heilastur Páll

Halldór Jónsson, 8.1.2016 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband