Föstudagur, 25. desember 2015
Jólasaga Össurar
Jólin eru tími ævintýra. Ævaforn frásögn frá upphafi tímatals okkar minnir á trú, von og kærleika. Lengri dagur boðar bjartari tíð og þá eru jólín bókahátíð þar sem höfundar bera á borð skáldskap sinn.
Á jóladag er lítið í fréttum og kærkomið tækifæri að taka snúning á fjölmiðum með eins og einni örsögu um sjálfan sig.
Hvað er fallegra en saga af stjórnmálamanninum síkáta sem gerði smáfylkinguna að stórflokki um hríð en berst nú hetjulega gegn illum öflum sem vilja kveða hann í kútinn? Hetjan okkar lætur ekki deigan síga gagnvart innanflokksbófum með þeim beittu rökum að grasrót smáfylkingarinnar standi með honum.
Sögur eins og jólasaga Össurar eru viðbit með jólamatnum. Þær eru samdar til að nafn og persóna söguhetjunnar festist í minni. Það líður að formannskjöri smáfylkingarinnar. Trú, von og kraftaverk þarf til að aflóga töskuberar verði teknir í smásætið. En jólin eru tími ævintýra.
Þyrfti að henda Össuri öfugum út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitthvað hefur Jólaölið farið illa í síðuskrfar því það er óvart enginn flokkur til hér svo ég vit sem heitir "Smáfylking" Nema að að síðuskrifari sé ekki ekki kominn úr barndóm og þurfi að uppnefna allt og alla! Bendi á þar sem að Framsóknarflokkur er t.d. með svipað fylgi og samfylking þá mætti með þessu kalla hann "Afuturhaldsflokkinn"
Furðulegt að menn þurfi að rífa sig upp á Jóladag og eyða bloggi í að fjalla um facebook færstu Össurar sem er að leiðrétta að hann sé ekki að hugsa um að hætta! En þegar menn eru með einhver lágmörk á því sem þeir þurfa að setja á bloggið þá verður náttúrulega að finna einhvað til að skrfa um. Og ef hægt að er uppnefna jafnaðarmenn þá gleður það hjarta hægrimanna auðsjáanlega.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.12.2015 kl. 18:15
Af uppnefningunum skuluð þér þekkja þá ... af sífækkandi smáfylkingarmönnum er Magnús með þeim skondnari. Trú á eigin ágæti nær svo langt að kratar undrast háðið sem að þeim er beitt. Það er því e.t.v. við hæfi að óska þeim friðar og að þeir sjái um síðir ljósið ...
Ólafur Als, 25.12.2015 kl. 20:09
Húmorslausir geta lítið við þeim skorti gert.
Hrólfur Þ Hraundal, 26.12.2015 kl. 07:06
Stundum áttar maður sig ekki á því, hvaða level síðuskrifari er staddur. Í þetta sinn er levelið verulega lágt, það eitt veit ég, og kemur ekkert húmor við Hrólfur. Gæti tekið þessum skrifum sem slíkum, ef ekki væri fyrir fæð hans á fyrrverandi flokk sinn trekk í trekk.
Jónas Ómar Snorrason, 26.12.2015 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.