Miðvikudagur, 23. desember 2015
Lágir vextir auka misrétti - hagsæld auðmanna
Lífeyrissjóðum og verkalýðshreyfingunni er stundum gefið að sök að halda uppi vaxtastigi. Vextir eiga samkvæmt kennslubókum í hagfræði að vinna með hagkerfinu; vera lágir þegar slaki er í efnahagsstarfseminni en háir í þenslu.
Vegna mikils slaka efnahagslífs vestan hafs og austan frá kreppunni 2008 eru vextir í sögulegu lágmarki. Afleiðing af lágum vöxtum er stóraukið efnahagslegt misrétti. Auðmenn nýta sér lága vexti í fjárfestingar, t.d. hlutabréf og fasteignir, en stóraukið peningamagn í umferð eykur verðgildi slíkra fjárfestinga. Almenningur fær brauðmolana í formi aðeins skárri atvinnuframboðs en annars væri.
Tilkynning Seðlabanka Bandaríkjanna í síðustu viku um að vaxtahækkunarferli stæði fyrir dyrum markar endalok hagsældar auðmanna vestan hafs. Alexander Friedman fagnar ákvörðuninni um leið og hann tíundar hve auðmenn græddu á lágum vöxtum en almenningur tapaði.
Seðlabanki Evrópu keyrir enn lágvaxtastefnu og auðmenn munu halda áfram að græða á kostnað almennings í evru-ríkjunum.
Eign lífeyrissjóða aukist um 10,7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.