Fimmtudagur, 17. desember 2015
Árni Páll stekkur á RÚV-vælubílinn
RÚV er of stór stofnun með fréttastofu sem heldur ekki faglegu máli. RÚV svarar gagnrýni með málssókn.
RÚV lítur svo á að stofnunin sé með áskrift að ríkisframlagi. Ef stofnunin fær ekki sínu framgengt er skrattinn málaður á vegginn og talað um pólitískar ofsóknir.
Auðvitað stekkur formaður Samfylkingar upp í RÚV-vælubílinn.
Allt árásir og pólitískar aðfarir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað má málgan hans ekki skorta fé. Hvernig væri að LANDRÁÐAFYLKINGIN og VG myndu fjármagna RUV?
Jóhann Elíasson, 17.12.2015 kl. 17:08
Hvað mun það kosta okkur SKATTBORGARANA að fá myrkra-myndina "ófærð"
senda inn í stofuna til okkar rétt fyrir jólin?
Hvað kostar tilstandið í kringum tónlistarþáttinn stúdíó A?
Hvað kostar að kaupa erlenda boltaleiki og sýna þá á rúv?
Jón Þórhallsson, 17.12.2015 kl. 21:09
Páll, RÚV fór ekki í mál við þig. Fréttamaður á RÚV fór í mál við þig. Er það ekki rétt hjá mér?
Wilhelm Emilsson, 17.12.2015 kl. 21:28
Samt segir hún við,í viðtali á DV varðandi það að lögsækja Pál.
Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2015 kl. 05:12
Helga, ég finn ekki greinina í DV. Það næsta sem ég kemst er tilvitnun í viðtal á bloggi Páls:
,,Við höfum því ákveðið að kanna stöðu mína í framhaldi af skrifunum," segir hún [Anna Kristín] í viðtalinu.
Páll bætir við: "Þessir ,við´ eru líklega nánustu samstarfsmenn Önnu Kristínar."
En er ekki líklegra að "við" séum Anna Kristín og lögmaður hennar? En þar sem ég get ekki lesið allt viðtalið er erfitt að fullyrða um þetta. Páll viðurkennir að þetta eru getgátur hjá honum.
Og ég held að það sé á hreinu að RÚV fór ekki í mál við Pál, heldur Anna Kristín. Ég spurði Pál hvort þetta sé ekki rétt. Hann kannski svarar ef hann hefur tíma og kærir sig um.
Wilhelm Emilsson, 18.12.2015 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.