Mánudagur, 14. desember 2015
Vinstrimenn hætta í stjórnmálum - vilja utanþingsstjórn
Vinstri grænir og Samfylkingin eru með 9,4% fylgi. Báðir flokkar missa fylgi síðustu tvo mánuði. Fylgi Bjartrar framtíðar er stöðugt undir lágmarki til að fá fulltrúa kjörinn á alþingi, eða 4,6%.
Við þessar aðstæður stingur Róbert Marshall þingmaður fylgislausrar framtíðar upp á sameiningu vinstriflokkanna.
Stóra sameiningarmál vinstrimanna er að utanþingsstjórn taki völdin að loknum næstu þingkosningum. Tilboð vinstrimanna til þjóðarinnar: kjósið okkur til að aðrir stjórni landinu.
Píratar og Framsókn bæta við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á vef Samfylkinginar sést að það sem er vintra megin við hana telst (réttilega!) forsjárhyggja ríkisrekins áætlunarbúskapar, sem er þá VG. Sameining þeirra vinstri afla er álíka friðsamleg og tvær helstu greinar Islam- trúar saman. Vatn og bensín: hægt að nota hvort í sínu lagi en ekki blandað saman.
Ívar Pálsson, 14.12.2015 kl. 14:18
Afsakið: Á vef Samfylkingar sést að það sem er vinstra megin við hana...
Ívar Pálsson, 14.12.2015 kl. 14:21
Fyrst batt ég vonir við fyrstu 4 orðin í fyrirsögninni. Ófriðarflokkar sem allir vilja hafa endaskipti á stjórnarskránni.
Elle_, 14.12.2015 kl. 17:01
Já þau voru gefandi,en samaneinaðir verða áfram í spellvirkjunum.
Helga Kristjánsdóttir, 14.12.2015 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.