Vinstriflokkar reyna fjárkúgun

Pólitísk fjárkúgun stjórnarandstöðunnar misheppnast með því að forsætisráðherra stendur fast á þeirri meginreglu að semja ekki við ófyrirleitna tækifærissinna.

Hótun stjórnarandstöðu um að slá Íslandsmet í málþófi verður henni sjálfri að fjörtjóni.

Stjórnarandstaðan er ekki með nein þau málefni sem eru henni skjól fyrir málþófið. Við blasir hreinn og klár vandalismi, tilgangslaus skemmdarverk. Forsætisráðherra vex með því að standa í ístaðinu og gefa ekki eftir gagnvart óaldarflokknum á alþingi.


mbl.is „Við ætlum ekki að bjóða neitt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

. . . "óaldarflokkum á Alþingi." Ha ha. Páll kemur mér yfirleitt í gott skap :)

Wilhelm Emilsson, 14.12.2015 kl. 21:17

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er málfrelsi á Íslandi og líka í þingsal Alþingis, alltaf gott að sjá þegar ráðamenn virða málfrelsið.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 14.12.2015 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband