Laugardagur, 12. desember 2015
Vandræðalega gott ástand á Íslandi
Hagvöxtur, kaupmáttaraukning, nær ekkert atvinnuleysi, innanlandsófriður takmarkast við eirðarleysi góða fólksins; Ísland er í vandræðalega góðu standi.
Vandræðaleysið gerir toppurunum erfitt fyrir - þeir seilast sífellt lengra í himinblámann í leit að samjöfnuði þar sem hallar á Ísland.
Hæstu launin á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru til þrjár tegundir af lygi: Lygi, haugalygi og tölfræði.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 13:22
Sigurður
Það sést ´q ólundqrlegu innlegi þínu að þú ert í þeim hópi sem Páll nefnir.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.12.2015 kl. 15:05
Mér finnst þetta frábærar fréttir.
Þetta er stéttin sem við eigum að halda utanum eins og við lifandi getum.
Annars væri gaman að vita hvaða stétt þeim sem setja sig á móti þessu finnst að eigi að vera með hæðstu launin.
Teitur Haraldsson, 12.12.2015 kl. 16:50
Vélstrokkað tilberasmjör.
Jón Ragnarsson, 12.12.2015 kl. 18:11
Borin saman heildarlaun á Íslandi við dagvinnulaun á hinum Norðurlöndunum...
Eiga menn eingan betri þarna hjá Samtökum atvinnulífsins?
Jón Bragi Sigurðsson, 12.12.2015 kl. 18:30
Rétt ábending hjá Jóni Braga. Þarna er algerlega óboðleg blaðamennska í gangi.
Starbuck, 12.12.2015 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.