Píratar í vinstriblokkinni

Píratar, sem mælast stærsti flokkur landsins í könnun eftir könnun, ganga í eina sæng með Vinstri grænum og Samfylkingunni og boða eyðslufjárlög.

Yfirlýsing Pírata um að þeir séu vinstriflokkur sætir nokkrum pólitískum tíðindum þegar 18 mánuðir eru til næstu þingkosninga.

Valkostir kjósenda vorið 2017 verða skýrir. Vinstriupplausn í efnahagsmálum með ESB-aðild á dagskrá annars vegar og hins vegar efnahagslegur stöðugleiki og fullveldi.


mbl.is 16 milljarðar út, 17 milljarðar inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ja, kann vel að vera, en þá hljota núverandi stjornarflokkar að tilgreina hvað tittnefnt " fullveldi" kann að kosta þjóðina. Ef þu vissir það ekki þá eru litlir smásölukaupmenn her sektaðir fyrir að verðmerkja ekki vörur sinar sem eru til sölu, hví ætti þa núverandi ríkisstjôrnarflokkar sleppa með sín óverðmerkt tilboð á "fullveldi" ? 

Annars góður sko...

Sigfús Ómar Höskuldsson, 8.12.2015 kl. 21:02

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þegar Píratar eru svona við það að efna sitt heit um gegnsæi,ganga þeir með Samfó og V.G.í eina sæng,er eitthvað pláss í kassanum?   

Helga Kristjánsdóttir, 9.12.2015 kl. 00:24

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Og Páll grjótheldur kjafti þegar topparnir skammta sér laun afturvirkt. 

Jón Ragnarsson, 9.12.2015 kl. 00:59

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, Páll.

Ennþá betra mál er hitt, að Píratar afhjúpi sig stig af stigi.

Þeir eru t.d. nýbúnir að upplýsa, að þeir vilja eindregið taka þátt í valdbeitingu borgarstjórnar-meirihlutans gegn þeim almenna vilja foreldra og barna, að þau síðarnefndu fái að fara í heimsókn í kirkju fyrir jólin.

Það er nýbyrjað að reytast af þeim fylgið, og þessar afhjúpanir þeirra sjálfra á eigin fordómum munu sízt draga úr fylgistapinu.

Jón Valur Jensson, 9.12.2015 kl. 05:03

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og úr því farið er að ræða Pírata, þeirra stefnu um gagnsæi og lýðræðisást, þá hefur enn ekkert heyrst frá fulltrúa þeirra í borgarstjórn.

Þessi fulltrúi pírata í borgarstjórn hefur enn ekki kallað eftir gagnsæi í rekstri borgarinnar, svo íbúar hennar fái fylgst með þeirri gífurlegu skuldasöfnun sem þar á sér stað og af hvaða ástæðum sú söfnun er.

Ekki hefur þessi fulltrúi heldur kallað eftir að borgarbúar fái að kjósa um framtíð flugvallarins, jafnvel þó einhver stæðsta undirskriftasöfnun landsins liggi fyrir um vilja borgarbúa.

Það sannast þar að þegar til á að taka og völdin komast í hendur Pírata, eru orðin fljót að gleymast.

Gunnar Heiðarsson, 9.12.2015 kl. 08:24

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hluti skýringarinnar á vinsældum Pírata er að fólk hefur ekki hugmynd um hvar þeir standa í pólitíska litrófinu. 

Sumir (og þá aðallega vinstrimenn) vilja meina að merkimiðinn hægri / vinstri eigi ekki lengur við í pólitík. Þetta er eðlileg afstaða vinstrimanna þegar haft er í huga að vörumerkið "vinstri", laskast alltaf verulega þegar þeir öðlast einhver völd. Þau völd eru án undantekninga skammvinn hverju sinni á Vesturlöndum en þó nógu langvinn til að fólk sjái eftir að hafa veitt vinstrinu brautargengi.

Ég trúi ekki öðru en það reytist af fylgi Pírata, nú þegar þeir hafa komið út úr skápnum. Ef það gerist ekki, eru það verulega slæmar fréttir fyrir VG, BF og Samfylkinguna. 

Raunverulega vinstrið er aldrei nema tæpur þriðjungur þjóðarinnar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2015 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband