Vinstrimenn: rétttrúnaður framar verðleikum og raunsæi

Síðasta fylgiskönnun staðfestir enn og aftur eyðimerkurgöngu vinstriflokkanna. Vinstri grænir lafa i lélegu kjörfylgi frá kosningunum 2013 og Samfylking er réttnefnd smáfylking, með tíu prósent fylgi.

Hvernig víkur því við að vinstriflokkarnir ná ekki vopnum sínum? Stefán Ólafsson prófessor varpar ljósi á einn þátt hörmungarstöðu flokkanna til vinstri. Hann segir þá standa fremur fyrir andverðleika en raunsæi.

Stefán ræðir rétttrúnaðarþráhyggju vinstriflokkanna í samhengi við gagnrýnina á forseta Íslands. Vinstrimenn tóku snúning á forsetanum vegna þess að hann varaði við uppgangi öfgamúslíma. Það féll rétttrúnaðarliðinu illa í geð.

Fyrir utan það að forsetinn talaði á sömu nótum og flestir marktækir þjóðhöfðingjar Norður-Evrópu þá er Ólafur Ragnar Grímsson fulltrú verðleikasamfélagsins.

Í orði kveðnu þykjast vinstrimenn hlynntir því að menn njóti verðleika sinna. En í reynd eru vinstrimenn margir hverjir uppteknari af rétttrúnaði en verðleikum. Það skýrir viðkvæmni þeirra fyrir gagnrýni á öfgamúslíma. Kjósendur eru næmir á dómgreindarbresti stjórnmálaflokka og refsa þeim miskunnarlaust, eins og dæmin sanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband