Nató-stríð við Rússa í mið-austurlöndum

Tyrkir eru Nató-þjóð sem skýtur niður herþotu Rússa er herjar á uppreisnarmenn gegn Assad Sýrlandsforseta. Tyrkir vilja Assad feigan og þeir eru meira á móti Kúrdum en liðsmönnum Ríkis íslam. En Rússar vilja gjalda Ríki íslam rauðan belg fyrir gráan eftir að þeir sprengdu upp rússneska farþegaþotu um daginn.

Ómögulegt er að segja til um afleiðingar af því að Tyrkir skjóti niður rússneska herþotu. Spennustigið á milli stórveldanna mun vaxa og flóknara verður að ráða niðurlögum herskárra múslíma.

Rússar völdu sér vettvang í mið-austurlöndum til að færa brennipunkt stórveldaátaka frá Úkraínu. Fyrir hundrað árum var Balkanskagi átakasvæði stórvelda. Lítill neisti í Sarajevo kveikti bálið sem varð að fyrri heimsstyrjöld.


mbl.is Rússnesk herflugvél skotin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Tyrkir skjóta niður rússneska herþotu". Varla að hægt sê að trúa svona frétt og sjá veröldina enn snúast.

Halldór Egill Guðnason, 24.11.2015 kl. 11:13

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rússarnir virðast hafa gleymt að hlaða sprengjuflugvélar sínar með vörnum gegn loftvarnaflaugum, en slíkt er staðalbúnaður hjá NATO herjum.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2015 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband