Ekki hryðjuverk, heldur stríð

Stefan Aust, einn virtasti blaðamaður Þýskalands, m.a. sérfræðingur í Baader-Meinhof, segir í uppslætti Die Welt: þetta eru ekki hryðjuverk, heldur stríð.

Stríðsástandið mun vara lengi, í mörg ár ef ekki áratugi.

Vestrænar þjóðir, Íslendingar meðtaldir, verða að endurskoða grunngildi sín og forgangsraða hverjum ber að halda - til að tapa þeim ekki öllum.

 


mbl.is Gróf atlaga að grunngildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hefur nú þegar varað lengi, í mörg ár ef ekki áratugi.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2015 kl. 23:43

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það fer ýmislegt gegnum hugann eftir andvökunótt hryðjuverkaárásanna. Í kvöld eftir nánari fréttir m.a. að árásarmennirnir hafi verið 15-18 ára,muni ég það rétt,örlaði fyrir einhverju sem ég réð ekki við.--Ég ætla ekki að fara að vella hérna,en á þessum aldri eru börnin okkar ennþá handgengin foreldrum og líklega ekki nægilega gömul,ættu þau að gegna herskyldu. Þau eru frjáls að trúa því sem þeim hugnast,en lengst af lásu þau kristinfræði í skólum. Greinlegt er að börn sem fæðast í arabískum heimi,hafa ekkert val um trú,og þess gætt að innprenta þeim lögmál Múhameðs.-

Kristin trú er ríkistrú og boðar kærleiksríka hegðun,sem mér gengur ekki að fullkomna,eins og að elska óvini mína,ég ræð frekar við að fyrirgefa.--- Nú eru Íslendingar krafðir um að miskunna sig yfir flóttafólk í skiptum fyrir grunngildi sín, hvers eiga afkomendur okkar að gjalda. Skyldan er greypt í þjóðarsálina,okkur ber að verja þeirra arfleifð fyrst og síðast.     

Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2015 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband