Þriðjudagur, 10. nóvember 2015
Múgur og málsmeðferð - og múgmiðlar
Múgur kærir sig ekki um sekt eða sakleysi. Múgurinn vill hengja skotmark sitt á hæsta gálga - strax. Þetta er eðli múgsins. Í réttarríki er málsmeðferð. Kæra er lögð fram, málið rannsakað ef efni standa til, og fer eftir atvikum til dómstóla eða er vísað frá.
Fréttablaðið gerðist múgmiðill í gær, með því að birta á forsíðu uppslátt um nauðgunaríbúð er sérhönnuð var til glæpaverka. RÚV fylgdi í kjölfarið með viðtal við lögregluna í hádegisfréttum þar sem spurningar fréttamanns gengu út á að lögreglan léti raðnauðgara leika lausum hala. Í kvöldfréttum RÚV var viðtal við konu sem þekkti nákvæmlega ekkert til málsins. En hún var engu að síður látin bera vitni um að nauðgarar drepi fólk sem ákæri þá.
Múgmiðlun býr til múgsefjun. Hvorki Fréttablaðið né RÚV halda faglegu máli.
Mun reyna á ábyrgð Fréttablaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.