Samúð, hatur og valdakonur

Eflaust knýr samúð með fórnarlömbum nauðgara flesta til að mæta fyrir framan lögreglustöðina að mótmæla að tveir grunaðir nauðgarar sitji ekki í gæsluvarðhaldi. Af umræðunni að dæma er drjúgt mikið af hatri meðferðis hjá þeim sem mest hafa sig í frammi.

Valdakonurnar sem útskýrðu viðstöddum meginreglur réttarríkisins, Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir lög­reglu­stjóri og Alda Hrönn Jó­hanns­dótt­ir yf­ir­lög­fræðing­ur, urðu fyrr í dag að greina fjölmiðlum frá því að frásagnir af kringumstæðum kærðra afbrota væru ýktar.

Sigríður Björk og Alda Hrönn verða ekki sakaðar um karllæga málsmeðferð enda endurspegla þær valdahlutföllin í 21stu aldar þjóðfélaginu.

 


mbl.is Púað á lögreglustjórann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fólk sem heimtar að lög séu eins og það hugsar þau, er veruleika fyrtur gallaður afgangur.  Lög eru til þess að fara eftir þeim og ef einhverjum líkar þau ekki þá á sá hinn sami að leggja af stað og reyna að fá þeim breitt með því að færa fram rök fyrir málisínu, í stað þess að púa á fallegasta lögreglu stjóra sem til hefur orðið í Reykjavík.

Það þarf ekki að horfa lengi til að sjá að á  ríkasta þróunarskeiði mansins, þá fór karlinn vel með konuna sína og hún annaðist hann af allri sinni nærgætni og útsjónarsemi þá hann laskaðist, hagsmunir þeirra beggja voru að veði.  Nútíminn er annar og fífl púa á lögreglustjórann sem sinnir starfskyldum sínum og kjánar sem þola ekki reglu heimta óreglu.

Andlega vanskapaðir vesalingar sem hafa hvorki kvenhylli né sjálfstraust og lemja og nauðga konum eru ónáttúruleg skrípi, en varnir við þesskonar skítmennsku eru konur ekki búnar því á ríkasta þróunarskeiðinu þurftu þær ekki á þeim að halda. Þeir andans krypplingar sem aldrei fá ris, nema með barsmíðum og yfirgangi komast aldrei að því hvað það er að lifa með ánægðri konu.  

En hvernig sem þessum málum öllum er farið, þá dugar rakalaus þvættingur hvergi. 

Hrólfur Þ Hraundal, 9.11.2015 kl. 23:00

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er mjög mikið að í þjóðfélaginu okkar þjóðfélag þöggunar og yfirhylmingar með gerendum.

Sigurður Haraldsson, 9.11.2015 kl. 23:05

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað gerðist í raun og veru?

Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð, í siðferðilega réttlætanlegum dómstólaríkjum.

Kviðdómur verður að vera ó-pólitískur og löglega/heiðarlega samkvæmur eigin sannfæringu, og rétt-látur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.11.2015 kl. 00:11

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...hverjir eru í kviðdómi á Íslandi...?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.11.2015 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband