Sunnudagur, 8. nóvember 2015
Vigdís, góða fólkið og atlögufréttir
Vigdís Hauksdóttir er skotmark góða fólksins, sem flest á heima í póstnúmeri 101 og kýs vinstriflokk. Góða fólkið er í sárum eftir kjörtímabilið 2009 til 2013 þegar til stóð að breyta Íslandi varanlega með inngöngu í ESB og nýrri stjórnarskrá.
Vigdís og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru andlit endurreists Framsóknarflokks sem kom í veg fyrir framtíðarsýn vinstrimanna um Ísland sem ESB-hjáleigu með kvóta fyrir háskólamenn í Brussel sem taka launin sín skattfrjálst.
Beittasta vopnið gegn Vigdísi, Sigmundi Davíð og Framsóknarflokknum er atlögufréttir sem verða til í samspil bloggara og fréttamiðla eins og RÚV. Aðferðin er að fyrst er prufukeyrð atlaga með bloggi, t.d. að klína fasistastimpli á framsóknarmenn. Ef atlagan safnar ,,lækum" og er deilt nógu oft fær hún óðara endurómum hjá fréttadeild RÚV, gjarnan með viðkomu í vefmiðlum vinstrimanna. Stundum skottast á eftir þriðja flokks vinstrifræðimenn sem hnoða saman texta með tilvitnunum úr fasistafræðum. Þar með er komin ,,fræðileg" undirstaða fyrir atlögu góða fólksins.
Atlögufréttir eru vitanlega ekki annað en áróður íklæddur fréttabúningi. Fréttastofa RÚV er sérlega gjörn á atlögufréttir í þágu góða fólksins.
Ósýnilegur her neikvæðrar umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er kórrétt greining á fréttastefnu ríkisfjölmiðilsins. Tilgangurinn er ekki óháð miðlun upplýsinga heldur mótun almenningsálits í anda þess sem fólkið á RÚV vill sjá þjóðfélagið.....sem væri allt í lagi ef RÚV væri stjórnmálaflokkur sem það er ekki. Þarna liggja mörkin á milli fagmennsku og persónulegra skoðana fréttamanna RÚV.
Að leita efnis í Fésbókarstöðufærslum er svo ómerkilegt í besta falli en kriminalt í versta falli.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.11.2015 kl. 15:38
Vel greint og vel mælt, Páll.
Að öllu eðlilegu væri þessi pistill búinn að safna mörgum lækum, en af einhverjum (tæknilegum?) ástæðum er búið að aftengja blog.is og alla Moggabloggara við möguleikann á Facebókartengingu, þ.m.t. möguleikann á tilvísun af Facebók inn á Moggabloggin; jafnframt hafa allar Facebókar-umræður byggðar á slíkum tengingum þurrkazt út. Ef þetta er viljandi gert, er það atlaga að höfundarrétti manna sem skrifað hafa á þeim Facebókar-vefslóðum.
Jón Valur Jensson, 8.11.2015 kl. 16:34
Nákvæmlega eins og þið lýsið þessu.Upphaf þess greindi ég fyrst við og eftir hrun. Sannarlega martröð að sjá innfædda Íslendinga breytast í óvinaher fullvalda Íslands.
Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2015 kl. 21:25
Múgæsingshernaður er besta leiðin til að sundra og brjóta niður lausnarmiðaðan samtakamátt friðsæls fjöldans. Til þess er leikurinn gerður að sundra þjóðinni enn meir en orðið er, og auðvelda fjármálastofnunum og lífeyrissjóðum að fara sínu fram í rányrkjunni.
Ekki hafa Íslandsbúar verið svo sameinaðir í leit að friðsamlegum lausnum hingað til, en lengi getur vont versnað.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.11.2015 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.