Duglegir Íslendingar til vandræða í Noregi

Íslendingar sem gera það gott í norskum sjávarútvegi kalla yfir sig samþykkt frá deild í samtökum strandveiðimanna, Norges Kystfiskerlag.

Samkvæmt frétt Kyst og fjord fer deildin í Bö fram á að stjórn samtakanna ræði hvort ekki sé ástæða til að þrengja möguleika útlendinga (les: Íslendinga) að stunda veiðar og vinnslu í Noregi.

Í umræðu um fréttina eru Íslendingar sakaðir um að ætla að stunda rányrkju líkt og þeir hafi gert á Íslandsmiðum - en þó er kvóti í landhelgi beggja ríkjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslendingar hafa líka gert þetta við vesturströnd Afríku og fetað þar dyggilega í fótspor Breta á Íslandsmiðum hér um árið.

Ómar Ragnarsson, 6.11.2015 kl. 16:46

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ómar Ragnarsson er ad rugla hér saman tveimur gjörólíkum málum. Annars vegar veidar og vinnsla frystiskipa, í eigu Íslendinga, fyrir ströndum Afríku og hins vegar Íslenskum trillukörlum í Noregi. Thad er ekki nokkur skapadur hlutur sameiginlegur med thessu tvennu og algerlega fáránlegt ad bera thetta saman, hvad thá ad líkja strandveidum nokkurra Íslendinga í Noregi vid rányrkju breta á Íslandsmidum, hér á árum ádur. Íslendingarnir sem stunda veidar vid Noreg landa thar öllum sínum afla til vinnslu, eftir thví sem ég best veit. Dettur helst í hug ad nordmennirnir séu dulítid öfundsjúkir út í landa vora, enda gengur vel hjá theim og their róa stíft, medan nordmenn taka thetta med stóískri ró, med takmörkudum árangri fyrir vikid. Their gera ekki handtak umfram thad sem brádnausdsynlegt er, svo mikid veit ég af reynslu minni af theim.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 6.11.2015 kl. 18:08

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Erum við ekki að tala um að trillusjómenn í Noregi sem mega veiða ákveðið magn eru bara að mynda þrýsting til að erlendir ríkisborgarar séu ekki að taka frá þeim. Er viss um að einhver félög sjómanna hér myndu gera slíkt hið sama. Það er nú varhugavert að setja samasem merki mill allra Norðmann og einhvers félags í einu bæjarfélagi. Hér eru t.d. smábátasjómenn að berjast fyrir auknum strandveiðum á kostnað annara.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.11.2015 kl. 22:42

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sér er nú hver dyggðin að feta í fótspor Breta,sem skröpuð allt kvikt inn í fjörðum Íslands í mörg ár.Ekki rekur mig minni til þess að þeir hafi beðist fyrirgefningar,er tveir ungir fjölskyldu feður drukknuðu í miðjum Dýrafirði í átökum heimamanna við þá,er þeir á opnum árabátum reyndu að stugga þeim frá.--- Nei fast sóttu íslenskir fiskimenn sjóinn og sækja enn,en eru ekki fantar.Raunar þekkjast slík átök ekki lengur sem betur fer 

Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2015 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband