Vextir eru uppeldi, refsingin er verðbólga

Vextir eru uppeldisatriði. Of lágir vextir þýða bruðl fólks og fyrirtækja sem haga sér eins og enginn sé morgundagurinn.

Ef uppeldið virkar ekki, fólk eyðir eins og peningarnir vaxi á trjánum, kemur verðbólga.

Íslenska þjóðin er ofvirk í eyðslu og framkvæmdagleði. Af þeirri ástæðu þurfa vextir að vera nokkru hærri hér en á öðru byggðu bóli. Hefur nákvæmlega ekkert með gjaldmiðilinn að gera.

 


mbl.is Verðbólguvæntingar markaðsaðila lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vextir eru ákvörðun. Sbr. vaxtaákvörðun seðlabankans.

Alveg eins og maður getur ákveðið að fara í hægri sokkinn fyrst, eða þann vinstri, þegar maður vaknar á morgnana.

Þannig er einnig hægt að ákveða að hafa vexti háa, eða lága.

Það sem seðlabankinn er að gera núna er svipað og ef Orkuveitann myndi bregðast við orkusparnaði almennings með því að hækka einfaldlega þrýstinginn á hitaveitukerfinu og algjörlega óumbeðin þvinga þannig meira heitu vatni inn á heimili fólks, og kæfa það úr hita í leiðinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2015 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband