Fimmtudagur, 5. nóvember 2015
Höftin eru mest ímyndun
Almenningur fann aldrei fyrir höftum. Fólk ferðaðist til útlanda, gat keypt ríflega af gjaldeyri og pressað kortin sín eftir efnum og ástæðum til að kaupa í útlöndum. Stórnotendur gjaldeyris fundu fyrir höftum.
Engin teikn eru um að höftin hafi valdið skaða í efnahagskerfinu. Ekki er hægt að rekja fasteignabóluna til hafta - hún er líka í London þar sem engin höft eru.
ESB-sinnar mögnuðu upp umræðuna um höft til að hræða okkur til fylgis við evru og ESB-aðild. Eins og oft áður er Árni Páll formaður Samfylkingar með meistaratakta í áróðrinum.
Höftum lyft að loknu uppboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.