Föstudagur, 30. október 2015
Tvöfalt staðgenglastríð í Sýrlandi
Á dögum kalda stríðsins var talað um staðgenglastríð þegar skjólstæðingar risaveldanna, Bandaríkjanna/Vestur-Evrópu og Sovétríkjanna/Kína, stríddu fjarri vesturlöndum. Kóreustríðið var þannig stríð og líka Sex daga stríðið og Víetnamstríðið.
Í Sýrlandi geisar tvöfalt staðgenglastríð. Í einn stað takast á Bandaríkin og Rússland, í annan stað Sádi-Arabar/súnní múslímar og Íran/shíta múslímar.
Engar líkur eru á friði fyrr en stríðsþreyta sest inn í ábyrgðaraðila stríðsins í Sýrlandi. Og hvergi meðal þeirra verður vart við stríðsþreytu enda meiri hagsmunir í húfi en eitt stykki Sýrland.
Stríðið mun halda áfram í fyrirsjáanlegri framtíð með ómældum hörmungum fyrir almenning.
Allra augu beinast að Vín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.