Fimmtudagur, 29. október 2015
Við líka hugarfarið og bankarnir
Ríkið á tvo banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið mun ekki komast upp með annað en að selja þá báða - ef ríkið ætlar á annað borð að selja.
Ástæðan er sú að prinsippafstaða er tekin með sölu - og prinsipp eru ekki valkvæð. Ekki er hægt að láta þau gilda stundum og stundum ekki.
,,Við líka" hugarfarið mun gjósa upp og hópar í viðskipa- og stjórnmálalífi ota sínum tota til að fá bankana.
Skynsamlegast er að ríkið, e.t.v. í samvinnu við lífeyrissjóði, eigi til frambúðar Íslandsbanka og Landsbanka.
S&P: Íslandsbanki seldur innan 2 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spurning kæri Páll með hversu vel menn treysta lífeyrissjóðunum og fáræði þar. Þessir sem stjórnuðu lífeyrissjóðunumm án umbpðs frá eigendum innistæðnanna frá upphafi, bruðluðu að geðþótta me' eignir sjóðsfélaga oiog töpuðu að meðaltali nálægt helmingi þeirra í oveðsett ævintýri.Þeir fóru í hópum til útlanda að „væna og dæna“ innan uútrásarböðlana og aðra specíalista sem voru að véla af þeimeignir sjóðsfélaganna.
Betra væri að fara Þá leið sem Davíð Oddsson vildi að selja þá í dreifðu eignarhaldi en var settur stóllinn fyrir dyrnar ad Halldóri framsóknarformanni.
Fæint app hefja ferlið á að senda öllumm íslendingum 3-10% í hvorum banka heim og restina í almennri sölu með prósentutakmörkunum á eign hvers og eins og skyldra aðila.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2015 kl. 19:08
Hvað finnst ykkur drengir um hugmynd mína að stofna andspyrnuhreyfingu? Hún getur aldrei líkst dæmigerðri stríðstímahreyfingu,en vaktar allar aðgerðir og loforð ríkisstjórnar og eftirlitsskyldra aðila og krefur um gagnsæi,í framhaldinu e.t.v.framboð.-Það sem opinberast mér og svo ótal fleirum, er að hljóðleg hótun heftir ríkisstjórnina í að framfylgja stefnu sem sannarlega var sú sem hún fór á stað með.Hvernig í andsk.ætlast þeir til að við þegjum er hataðasta mál sem vinstristjórnin hleypti af stað umsóknin í ESB.er ekki enn komin til baka.Ég vil halda á henni,brenna hana og reisa þjóðfána okkar kringum logana. Athöfn til heiðurs Fjallkonunni. En Páll er að fjalla um sölu íslnsku endureistu bankanna og í því sambandi tek ég undir með predikaranum,annars að ríkið eigi þá og reki.
Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2015 kl. 03:45
Einhversstaðar var ég búinn að skrifa um þetta áður, að stóru hlutafélöginn í veröldinni væru sum í eign fjölda hlutabréfa eigenda.
Síðan væri ráðinn forstjóri og vegna þess að aldrei mæta á hluthafa fund, nema 5 – 7%, þá ráði fyrirtækið, forstjórinn, stjórnarformaðurinn, 100 lögfræðinga, og láti fyrirtækið kaupa 10% af hlutafénu.
Þá fer forstjórinn, stjórnarformaðurinn, með fulltingi þessara hlutabréfa, með meirihluta atkvæða á hluthafa fundum.
Eftir þessa aðgerð hefur þessi forstjóri, stjórnarformaður öll völd í félaginu um ókomin ár.
Ég held að þetta hafi verið kallað almenningshlutafélag.
Egilsstaðir, 30.10.2015 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 30.10.2015 kl. 15:47
Lesa aftur, "Pabbi og mamma" vegna bankauppgjörs
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/
Þetta átti að filgja með athugasemdinni.
Egilsstaðir, 30.10.2015 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 30.10.2015 kl. 15:51
fylgja
Jónas Gunnlaugsson, 30.10.2015 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.