Miðvikudagur, 28. október 2015
ASÍ, menntun og kvennastéttir
Flest er skynsamlegt sem kemur frá ASí í frétt af formannafundi þar sem tekin er ábyrg afstaða til kjarasamninga. Í frétt ASÍ segir um jafnræði á vinnumarkaði
...jafna lífeyrisréttindi milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins, tryggja meira jafnræði varðandi áhrif launaskriðs og jafna kynbundinn launamun á vinnumarkaði. Þá verða allir hópar að axla ábyrgð á breyttum vinnubrögðum. Þannig getum við í sameiningu náð hámarksárangri við að byggja upp kaupmátt og efla lífskjör til lengri tíma litið.
Allt er þetta rétt hjá ASÍ. Eitt lítilræði gleymdist þó: menntun og hvernig hún skuli metin til launa.
Konur eru óðum að yfirtaka karla á sviði menntunar. Starfsstéttir með langskólanám eru t.d. kennarar og hjúkrunarfræðingar: í báðum tilvikum eru konur í meirihluta. Sama gildir um aðra hópa háskólafólks. Með því að meta ekki menntun til launa laumast ASÍ bakdyramegin inn í feðraveldið sem vill ekki leyfa konum að njóta í launum færni sem þær öðlast með háskólanámi.
Til að ,,jafna kynbundinn launamun á vinnumarkaði", eins og ASÍ segist vilja, verður að meta menntun til launa.
Þróað verði íslenskt samningalíkan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.